Borgarbúar duglegir að flokka ruslið 15. janúar 2008 14:55 MYND/Heiða Minna magn af óflokkuðu heimilissorpi mældist í tunnum borgarbúa árið 2007 heldur en 2006 að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. „Þetta eru tíðindi því magnið hefur aukist ár frá ári þangað til núna," segir Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Skrifstofu neyslu og úrgangs á Umhverfissviði. Árið 2006 var heildarmagn á óflokkuðu sorpi úr heimilistunnunum 27.186.420 kg en árið 2007 var það 27.135.573 kg. Óflokkað heimilissorp hefur því dregist saman um 50 tonn. Íbúafjöldi í Reykjavík var 116.446 þann 1. desembe. árið 2006 en 117.721 þann 1. desember árið 2007. Íbúunum hefur því fjölgað um 1.275 í borginni eða 1,1%. Sorpmagn hvers íbúa hefur því minnkað úr 233 kg á íbúa í 231 kg á íbúa á ári sem er um 1% minnkun. Í tilkynningunni segir að þrátt fyrir að minnkunin sé ekki veruleg teljist þetta góður árangur sé horft til þess að magnið hefur aukist jafnt og þétt milli ára og að ekki hefur dregið úr neyslu almennings. „Ég tel helstu ástæðu þessa samdráttar felast í aukinni flokkun borgarbúa og skilum á endurvinnslustöðvar og í grenndargáma," segir Guðmundur og nefnir einnig vinsældir Endurvinnslustunnunnar og Bláu tunnunnar. Hann segir að aukning á magni á flokkuðum úrgangi fyrir allt árið 2007 hafi enn ekki verið reiknuð þar sem tölurnar liggi ekki fyrir en tölur hvers mánaðar gefa vísbendingu um aukningu. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Minna magn af óflokkuðu heimilissorpi mældist í tunnum borgarbúa árið 2007 heldur en 2006 að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. „Þetta eru tíðindi því magnið hefur aukist ár frá ári þangað til núna," segir Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri Skrifstofu neyslu og úrgangs á Umhverfissviði. Árið 2006 var heildarmagn á óflokkuðu sorpi úr heimilistunnunum 27.186.420 kg en árið 2007 var það 27.135.573 kg. Óflokkað heimilissorp hefur því dregist saman um 50 tonn. Íbúafjöldi í Reykjavík var 116.446 þann 1. desembe. árið 2006 en 117.721 þann 1. desember árið 2007. Íbúunum hefur því fjölgað um 1.275 í borginni eða 1,1%. Sorpmagn hvers íbúa hefur því minnkað úr 233 kg á íbúa í 231 kg á íbúa á ári sem er um 1% minnkun. Í tilkynningunni segir að þrátt fyrir að minnkunin sé ekki veruleg teljist þetta góður árangur sé horft til þess að magnið hefur aukist jafnt og þétt milli ára og að ekki hefur dregið úr neyslu almennings. „Ég tel helstu ástæðu þessa samdráttar felast í aukinni flokkun borgarbúa og skilum á endurvinnslustöðvar og í grenndargáma," segir Guðmundur og nefnir einnig vinsældir Endurvinnslustunnunnar og Bláu tunnunnar. Hann segir að aukning á magni á flokkuðum úrgangi fyrir allt árið 2007 hafi enn ekki verið reiknuð þar sem tölurnar liggi ekki fyrir en tölur hvers mánaðar gefa vísbendingu um aukningu.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira