Innlent

Snjóþungt í Vestmannaeyjum

Snjó kyngdi niður í Vestmannaeyjum í nótt og voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk í morgunsárið. Vanalega er snjólétt á þessum syðsta hluta landsins, en árrisulir Eyjamenn lentu í vandræðum, og ekki bara árrisulir því umferð gekk afar hægt í dag.

Þótt snjórinn hafi plagað Eyjamenn og aðra landsmenn voru börnin í Hofsstaðaskóla í Garðabæ í essinu sínu með snjóinn. Snjóboltakast og englagerð þykir með því skemmtilegra sem þau gera í snjónum. Snjóhúsagerð er einnig í uppáhaldi.

En á meðan krakkarnir hafa gaman af að leika sér í snjónum eru alls ekki allir ánægðir með þennan gleðigjafa.

Jóhann Bjarnason flokksstjóri hjá Umhverfissviði Reykjavíkur segir að snjórinn geri sorphirðu afar erfiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×