Innlent

Héraðsdómur féllst á kröfu um gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst síðdegis í dag á kröfu um að fimm Litháar verði í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 18. janúar en þeir réðust að lögreglumönnum við skyldustörf á Laugavegi aðfaranótt föstudags.

Þrír þeirra voru handteknir á vettvangi en tveir á heimili sínu í Reykjavík. Fimmmenningarnir eru á aldrinum 19-25 ára.

Mennirnir réðust að lögreglumönnunum sem voru við hefðbundið fíkniefnaeftirlit með þeim afleiðingum að fjórir þeirra slösuðust.

Heimildir Vísis herma að hluti árásarmannana, sem allir koma frá Litháen, séu þrautþjálfaðir í bardagalistum og að minnsta kosti einn þeirra státi af verðlaunum í sparkboxi, eða „Kick-Boxing" frá heimalandi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×