Fleiri fréttir

Skip frá Samskipum í vandræðum í Rotterdam

Hvassafell, leiguskip Samskipa, lenti í erfiðleikum í höfninni í Rotterdam í Hollandi í gær þegar verið var að afferma skipið. Kom í ljós að talsverður sjór hafði komist í eina lest skipsins þar sem meðal annars voru gámar sem innihalda efnið „Aluminium Dross", sem við snertingu við vatn hvarfast og veldur þá hita og jafnvel íkveikju.

Gott flugeldaveður um mestallt land

„Það viðrar vel til sprenginga. Og þá sérstaklega á útrásarvíkingum,“ segir Sigurður „Stormur“ Ragnarson veðurfræðingur. Hann býst við fyrirtaks flugeldaveðri á gamlárskvöld, hæglætisveðri og léttskýjuðu með hita í kringum frostmark.

Stefnuræðu frestað í Tælandi

Ekkert varð af stefnuræðu Vejjajiva, nýs forsætisráðherra Taílands í morgun. Henni var frestað þar til síðar í dag vegna mótmæla fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Bangkok. Þar voru saman komnir stuðningsmenn fyrri stjórnarflokksins sem hrökklaðist nýlega frá völdum vegna kosningasvika.

Halldór Ásgrímsson á gjörgæsludeild

Halldóri Ásgrímssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Þar hefur hann verið í tæpa viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis er Halldór á batavegi en hann veiktist af lungnabólgu fyrr í mánuðinum.

Persónuafsláttur hækkar verulega

Persónuafsláttur hækkar nú um áramótin um rúmlega átta þúsund krónur á mánuði og fer í liðlega 42 þúsund krónur.

Stika tugi kílómetra gönguleiða í Mosfellsbæ

Tæpir sjötíu kílómetrar gönguleiða verða á næstu misserum stikaðir í nágrenni Mosfellsbæjar, auk þess sem upplýsingaskilti og nestisskýli verða sett upp. Mosfellsbær og skátafélagið Mosverjar hafa undirritað samning um að hinir síðarnefndu annist stikunina og skipulagningu.

Lögreglan haldlagði metmagn af fíkniefnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt mun meira magn af fíkniefnum á götunni þetta ár heldur en áður, að sögn Karls Steinars Valssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Hann segir ástæðuna vera þá að í byrjun ársins hafi lögreglan sett upp lista með um 150 mönnum sem lögreglan taldi vera virkustu sölumenn landsins.

Tindastóll opinn í dag

Þrátt fyrir umhleypingar á Suðurlandinu er nægur snjór fyrir norðan og verður skíðasvæðið í Tindastóli opið til klukkan fjögur í dag. Tæplega þriggja gráðu hiti er í fjallinu, suðvestanátt og vindhraði um fimm metrar á sekúndu.

Gefa 27 þúsund hlífðargleraugu

Blindrafélagið og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa sent öllum 10-15 ára börnum, liðlega 27 þúsund talsins, gjafabréf fyrir flugeldagleraugu. Þessum gjafabréfum má framvísa á öllum flugeldasölustöðum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til að fá gleraugun afhent.

Vill slíta samskiptum við Ísrael

Félagið Ísland-Palestína segir íslensk yfirvöld eiga að slíta samskiptum við Ísraelsríki verði það ekki við kröfum um að hætta tafarlausts árásum á Gaza.

Lögregluaðgerð á Réttarholtsvegi

Lögreglan lokaði fyrir skömmu brúnni yfir Miklubraut við Réttarholtsveg en hún hefur verið opnuð að nýju. Ökumaður bifreiðar sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva og upphófst eltingaleikur sem endaði með því að lögregla króaði bílinn af á brúnni. Ökumaðurinn mun hafa verið ölvaður eða undir áhrifum fíkniefna.

Vöktu hálft Garðahverfið með skoteldum

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var talsvert magn af skoteldum tekið af unglingum, sem vakið höfðu upp hálft Garðahverfið í Reykjanesbæ. Unglingarnir voru vopnaðir öflugri teygjubyssu, sem þeir notuðu til að skjóta skoteldunum með.

Fékk sjónvarpstæki ofan á sig og lést

Fjögurra ára gömul stúlka í Norður-Wales lést eftir að sjónvarpstæki féll ofan á hana á heimili hennar á aðfangadagskvöld. Lögregla rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að um hörmulegt slys hefði verið að ræða en þetta er í annað skiptið á árinu sem barn deyr í Wales eftir að verða undir sjónvarpi.

Köld áramót í Bretlandi

Bretar eiga að búa sig undir köld áramót og allt að 13 stiga frost fyrstu daga nýja ársins. Þetta segja veðurfréttamenn þar í landi og benda máli sínu til stuðnings á ískalt loft frá Síberíu sem væntanlegt sé til Bretlands á næstunni.

Danska lögreglan vill gögn um rúmenska svikahrappa

Danska lögreglan hyggst nú koma sér upp ítarlegum gagnagrunni yfir rúmenska þjófa og svikahrappa sem hún á í höggi við og hefur farið fram á það við rúmensk lögregluyfirvöld að fá sendar bakgrunnsupplýsingar um tæplega 700 Rúmena sem búsettir eru í Danmörku.

Óánægður viðskiptavinur stakk eiganda pizzastaðar

Tveir unglingar eru í haldi lögreglunnar í Sønderborg í Danmörku og tveggja annarra er leitað eftir árás á pizzastað í gærkvöldi þar sem eigandi staðarins var stunginn tvisvar sinnum í handlegginn.

Strandaði þegar sjálfstýring bilaði

Lítill plastbátur, Hlöddi VE-98, sigldi upp í fjöru og strandaði um sexleytið í morgun þegar sjálfstýring hans bilaði. Bátur Björgunarfélags Vestmannaeyja var ræstur út og dró hann bátinn á flot og til hafnar. Ekki kom leki að honum en dytta þarf að skemmdum. Tveggja manna áhöfn sakaði ekki.

Loftárásir halda áfram á Gaza

Ísraelsmenn gefa engin grið í árásum sínum á Gaza-svæðið og vörpuðu ísraleskar þotur sprengjum á svæðið í morgun. Segja Ísraelsmenn árásirnar vera vörn gegn ítrekuðum eldflaugaskotum liðsmanna Hamas-samtakanna frá Gaza og inn í suðurhluta Ísraels.

Kveikt í mörgum ruslagámum í nótt

Töluverður erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og nótt og þurfti liðið að sinna alls átta útköllum þar sem kveikt hafði verið í ruslagámum.

Arðsemismat Kárahnjúka mögulega endurskoðað

Gríðarleg lækkun hefur orðið á álverði undanfarna mánuði, og kemur til greina að arðsemismat vegna Kárahnjúkavirkjunar verði endurskoðað vegna þessa. Verð á raforku til stóriðju er tengt álverði, og hefur því lækkandi álverð lægri tekjur í för með sér fyrir orkufyrirtæki.

Kaldur í sálinni eftir jólanætur í hesthúsi

„Það er hræðilega dapurlegt þegar þetta er að drepast í höndunum á manni,“ segir þingmaðurinn Árni Páll Árnason, sem hefur varið drjúgum hluta jólanna í hesthúsi í Mosfellsbæ að hjúkra fársjúkum hestum og hjálpa til við að aflífa þá. Hann hefur misst einn hest og á annan við dauðans dyr.

Olíusamráðsmálinu frestað enn um sinn

Olíufélögin fóru fram á frest í máli þeirra gegn Samkeppniseftirlitinu og ríkinu og boðuðu að þau legðu fram nýjar matsbeiðnir í því þegar það var tekið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í mánuðinum.

Eitt til tvö íslensk börn ættleidd á ári

Eitt til tvö íslensk ungabörn eru ættleidd á ári hverju og þá gjarnan af skyldmennum. Aftur á móti eru allt að tuttugu börn ættleidd frá útlöndum á hverju ári.

Börnin fá enn þá hádegismat

Fáar vísbendingar eru komnar fram um slæm áhrif kreppunnar á börnin í borginni. Þetta segir Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík og formaður „Barnanna í borginni“, viðbragðsteymis sem ætlað er að fylgjast með líðan og högum barna á krepputímum. Teymið tók til starfa í október og hefur síðan hist á viku til tveggja vikna fresti.

Umsóknarfrestur að renna út

Dómsmál Frestur til að sækja um stöðu sérstaks saksóknara sem rannsaka á aðdraganda bankahrunsins rennur út í dag. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mun skipa í embættið frá 1. janúar næstkomandi. Þegar skipað verður í embættið ber sérstaka saksóknaranum að birta opinberlega upplýsingar um hlutabréfaeign sína í fjármálafyrirtækjum og skuldir við þau. Þá þarf hann einnig að upplýsa um starfsleg tengsl hans sjálfs, maka og náinna skyldmenna við þá sem sinnt hafa stjórnunarstöðum í fjármálafyrirtækjunum.

Ráðherra efast um eldflaugar í A-Evrópu

Á fundi utanríkisráðherra Nató í Brussel í byrjun mánaðarins var samþykkt ályktun þar sem eldflaugavarnir voru sagðar hluti varnarvígbúnaðar bandalagsins. Viðurkennt er að „fyrirhugaðar gagneldflaugastöðvar Bandaríkjanna í Evrópu eru mikilvægt framlag til verndar bandalagsríkjunum“. Kannaðir séu leiðir til að „tengja getu þess kerfis við núverandi eldflaugavarnarkerfi Nató til að tryggja að það verði samþættur hluti þeirra kerfa sem í framtíðinni munu tryggja varnir Nató í heild“.

Skerða verður nám fanga að óbreyttu

Skerða verður nám fanga ef ekki kemur til fjárframlag á fjáraukalögum. Fjármagn vantar til að kosta áfram sérstakan námsráðgjafa fyrir fangelsin hér á landi. Þetta segir Örlygur Karlsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Lag ýfir kynþáttaáhyggjur

Geisladiskur, sem Chip Saltsman, repúblikani frá Tennessee, sendi félögum sínum í landsnefnd Repúblikanaflokksins um jólin ætlar að draga dilk á eftir sér. Á disknum var að finna lag grínistans Paul Shanklin, sem þykir heldur íhaldssamur, Barack, the Magic Negro. Í laginu, sem sungið er við gamla hippaslagarann Puff, the Magic Dragon, er kynþáttauppruni Obama dreginn í efa.

Draga skal úr álagi á dýrin

Hafa þarf sérstaka gát á dýrum um áramótin vegna hræðslu þeirra við flugelda, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dýraverndarsambandi Íslands. Kveikja skal ljós þar sem gæludýr eru innandyra til að minna beri á leiftrum, loka gluggum og forðast eftir megni að sprengja flugelda í námunda við dýr.

Fyrstu göngin undir Yangtze

Fyrstu vegagöngin undir Yangtze-ána í Kína voru opnuð í gær. Vinna við göngin hefur tekið rúmlega fjögur ár og þau eru um þrír og hálfur kílómetri á lengd.

Gengishækkun aflýst í Laxá á Ásum

Veiðifélag Laxár á Ásum, einnar dýrustu stangveiðiár landsins, mun á fundi milli jóla og nýárs ákveða hvort gefin verður eftir mikil hækkun á leigunni fyrir ána.

Treysta á Guð og lukkuna

Sjóðir Hallgrímskirkju til að ljúka viðgerðum á steypuskemmdum á turni kirkjunnar eru tómir. Ljóst er að viðgerðin verður mun dýrari en áætlað var í fyrstu. Framkvæmdum á að ljúka í október, samkvæmt áætlun, en það er háð því að ríki og borg hlaupi undir bagga með að fjármagna verkið.

Lækkar matarkostnað barna

Bærinn lækkar gjaldskrána ef eitthvað er til að mæta þrengingum og standa með sínu fólki. Til að mæta þröngri stöðu fjölskyldnanna verður niðurgreiðsla á matarkostnaði grunnskólabarna aukinn og fer máltíðin úr 230 krónum niður í 180 krónur. Þá verður tónlistarnám grunnskólabarna gjaldfrjálst frá og með næsta hausti.

Vilja leysa deilu fyrir áramót

Reynt verður að leysa deilu samgönguyfirvalda og Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) á fundi í dag. Loftur Jóhannsson, formaður FÍF, segir fulltrúa samgönguyfirvalda hafa unnið að undirbúningi viðræðna um helgina. Reyna á að leysa málið fyrir áramót.

Trúir á verk eiginmannsins

Laura Bush, eiginkona George W. Bush Bandaríkjaforseta, segist sannfærð um að seinni kynslóðir eigi eftir að átta sig á ágæti verka eiginmanns hennar.

Fulltrúar lækki launakostnað

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vilja lækka kostnað við laun og kjör bæjarstjóra, bæjarfulltrúa og fulltrúa í ráðum og nefndum um allt að 15 prósent á árinu 2009.

Formennska í hendur efahyggjumanns

Tékkar taka um áramótin við formennskunni í Evrópusambandinu af Frökkum, en á eftir Slóvenum eru Tékkar þar með önnur fyrrverandi austantjaldsþjóðin sem gegnir formennskuhlutverkinu.

Tæp tíu þúsund eru atvinnulaus

Atvinnulausum fjölgar enn og 28. desember voru 9.582 án atvinnu á landinu öllu. Af þeim eru 6.033 karlar og 3.549 konur.

Kostar 15 þúsund að geyma sæði á ári

„Þetta gjald hefur ekkert að gera með kreppuna nema síður sé. Það hittist bara þannig á að fyrst núna gefst okkur færi á að fara að taka til í okkar ranni, fara yfir allt sem við erum að geyma og greiða úr þessu," segir Guðmundur Arason, læknir hjá tæknifrjóvgunarstöðinni Art Medica í Kópavogi. Stöðin hefur nýlega hafið að rukka menn sem geyma hjá þeim sæðisfrumur um 15.000 krónur á ári. Ekkert gjald hefur verið tekið fyrir þjónustuna síðan Art Medica tók við henni af Landspítalanum fyrir fjórum árum, þar til nú fyrir skemmstu.

Kjaraskerðing í Hveragerðisbæ

Laun bæjarstarfsmanna í Hveragerði verða skert samkvæmt drögum að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Bæjarstjórnin gerir líka kröfur til stjórnenda bæjarins um hagræðingu og lækkun rekstrarkostnaðar. Launalækkunin felst í því að umsamin föst yfirvinna starfsmanna verður skert um 10 prósent og föstum bílastyrkjum verður sagt upp og akstur í staðinn greiddur eftir akstursdagbókum. Þá eiga laun bæjarstjórans að lækka um 10 prósent og laun bæjarfulltrúa að lágmarki um 10 prósent.

Grjót hreinsað af gljúfurbotni

Hafist verður handa eftir áramót við að grafa þró á botni Hafrahvammsgljúfurs, neðan við Kárahnjúkastíflu. Er ætlunin að útbúa manngerðan hyl fyrir yfirfallsfoss virkjunarinnar með þró og steyptri stíflu.

Misferli í Gift verði rannsakað

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps kvefst þess að forsvarsmenn Giftar/Samvinnutrygginga GT upplýsi hvernig höndlað var með eignarhluti hreppsins og annarra eigenda í Gift. „Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að óska eftir því við lögfræðideild Sambands íslenzkra sveitarfélaga að hún sjái til þess að fram fari opinber rannsókn á því misferli sem þarna virðist hafa átt sér stað, þegar almannafé, sem var meðal annars eyrnamerkt nokkrum sveitarfélögum, mun hafa verið notað til glæfralegra fjárfestinga, án nokkurs samráðs við eigendur fjárins.“

Stefnumótun skammt komin

Mótun öryggissjálfsmyndar Íslands og öryggismálastefnu er skammt á veg komin, þrátt fyrir gerbreytta umgjörð þeirra mála. Að þessari niðurstöðu kemst Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta „hefti“ vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla (stjornmalogstjornsysla.is).

Fæðingar á Grænlandi færri en fóstureyðingar

Fóstureyðingar á Grænlandi á árinu 2006 voru 1.030 miðað við hver 1.000 lifandi fædd börn. Þetta er langhæsta hlutfall fóstureyðinga á Norðurlöndunum að því er sjá má í Talnabrunni, fréttabréfi Landlæknis.

Sjá næstu 50 fréttir