Innlent

Grjót hreinsað af gljúfurbotni

Landsvirkjun hefur tekið að sér lokafrágang við vinnubúðir Impregilo.
Landsvirkjun hefur tekið að sér lokafrágang við vinnubúðir Impregilo. Fréttablaðið/GVA
Hafist verður handa eftir áramót við að grafa þró á botni Hafrahvammsgljúfurs, neðan við Kárahnjúkastíflu. Er ætlunin að útbúa manngerðan hyl fyrir yfirfallsfoss virkjunarinnar með þró og steyptri stíflu.

Um 90 metra hár foss rennur framhjá Kárahnjúkavirkjun þegar Hálslón fyllist á haustin. Sigurður St. Arnalds, talsmaður Kárahnjúkavirkjunar, segir að alltaf hafi staðið til að útbúa manngerðan hyl fyrir fossinn. Það hafi verið talið heppilegra en að láta hann grafa stjórnlaust sinn eigin hyl. Ekki verði aukakostnaður af þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×