Innlent

Draga skal úr álagi á dýrin

Flest dýr hræðast mjög sprengingar og ljósleiftur áramótanna. Dæmi eru um að þau hlaupist að heiman.
Flest dýr hræðast mjög sprengingar og ljósleiftur áramótanna. Dæmi eru um að þau hlaupist að heiman. Fréttablaðið / valli

Hafa þarf sérstaka gát á dýrum um áramótin vegna hræðslu þeirra við flugelda, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dýraverndarsambandi Íslands. Kveikja skal ljós þar sem gæludýr eru innandyra til að minna beri á leiftrum, loka gluggum og forðast eftir megni að sprengja flugelda í námunda við dýr.

„Flest dýr hræðast slíkan ljósagang, hávaða og lykt, hvort sem þau eru gæludýr eða búfé og trúlega einnig villt dýr.“ Fólk eigi að „gera allt sem það getur til þess að draga úr því álagi sem dýrin verða fyrir.“ - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×