Erlent

Loftárásir halda áfram á Gaza

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt en er frá vettvangi bílsprengju fyrr á árinu.
Myndin tengist ekki þessari frétt en er frá vettvangi bílsprengju fyrr á árinu. MYND/AP

Ísraelsmenn gefa engin grið í árásum sínum á Gaza-svæðið og vörpuðu ísraleskar þotur sprengjum á svæðið í morgun. Segja Ísraelsmenn árásirnar vera vörn gegn ítrekuðum eldflaugaskotum liðsmanna Hamas-samtakanna frá Gaza og inn í suðurhluta Ísraels.

Palestínumenn halda því fram að yfir 270 manns séu fallnir á Gaza-svæðinu vegna aðgerða Ísraelshers um helgina og í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×