Erlent

Köld áramót í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bretar þurfa hugsanlega að búa blessaða ferfætlingana vel næstu vikur.
Bretar þurfa hugsanlega að búa blessaða ferfætlingana vel næstu vikur. MYND/K9Magazine.com

Bretar eiga að búa sig undir köld áramót og allt að 13 stiga frost fyrstu daga nýja ársins. Þetta segja veðurfréttamenn þar í landi og benda máli sínu til stuðnings á ískalt loft frá Síberíu sem væntanlegt sé til Bretlands á næstunni.

Breski veðbankinn Ladbrokes blandar sér að sjálfsögðu í málið og gefur út líkurnar tólf á móti einum að Bretar fái hvít áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×