Fleiri fréttir

Nám er betra en bætur

Þó nú sé útlit fyrir að ekki komist allir í framhalds- og háskóla landsins, lofar menntamálaráðherra að gera allt til að koma öllum inn í skóla sem vilja.

Hizbolla óttast árásir Ísraela

Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbolla-samtakanna, hefur beðið liðsmenn sína í suðurhluta Líbanons að vera vel á verði vegna hugsanlegara loftárása Ísraela. ,,Við stöndum andspænis illum óvin og við vitum ekki hverjar fyrir áætlanir hans eru," sagði leiðtoginn í ávarpi í suðurhluta Beirút, höfuðborgar Líbanons.

Launakröfur fyrir dómstóla

Launakröfur millistjórnendur gömlu viðskiptabankanna gætu hafnað fyrir dómstólum. Túlkun umsjónarmanna með greiðslustöðvun ræður því hvort millistjórnendurnir eigi forgangskröfu í þrotabú vegna vangoldinna launa. Lögin eru háð túlkun. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Verja kínversk skip gegn sjóræningjum

Kínversk herskip héldu í dag að ströndum Sómalíu, þar sem þeim er ætlað að verja kínversk skip fyrir árásum sjóræningja. Sjórán hafa færst mikið í aukanna út fyrir Sómalíu undanfarin misseri og hafa sjóræningjar stundum haft tugi skipa í gíslingu vikum saman.

Verslunum ekki lokað í byrjun árs

Ekki stendur til að loka neinum búðum hjá stærstu verslanakeðjum landsins í byrjun árs. Þá eru uppsagnir eða launalækkanir ekki fyrirhugaðar.

Útsölur fara rólega af stað

Íslendingum hefur oftar en ekki verið eignaður sá vafasami heiður að vera allra þjóða kaupglaðastir. Við eigum þó ekki roð í Bretana ef marka má þessa fyrstu daga útsölunnar.

Nafn hinnar látnu

Banaslys varð við Reykjanesbraut á sjötta tímanum í gær þegar Freyja Sigurðardóttir til heimilis að Burknavöllum 17b Hafnarfirði lést. Hún var sextug að aldri. Hún lætur eftir sig tvær uppkomnar dætur, barnabörn og unnusta.

Undirbúningur mótframboðs gegn Gunnari gengur vel

Vel gengur að undirbúa mótframboð gegn Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR, og stjórn félagsins, að sögn Lúðvíks Lúðvíkssonar félagsmanns í VR sem var meðal þeirra sem fóru fyrir mótmælum gegn stjórn VR í haust. Lúðvík íhugar að gefa kost á sér sem formaður.

Segir Hamas ýkja tölu fallinna

Ísraelsmenn hafa stillt upp fjölmennum skriðdrekasveitum skammt frá landamærunum að Gaza og stjórnvöld í Ísrael hafa sagtst reiðubúin að kalla út þusundir manna varalið hermanna komi til landhernaðar á Gaza. Utanríkisráðherra Ísraela segir að Hamas-samtökin ýki tölu fallinna.

Íhugaði ekki að hætta

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, íhugaði ekki að segja af sér sem borgarfulltrúi og hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hvað mest gekk á borgarstjórn Reykjavíkur fyrr á árinu. ,,Mér leið ekki þannig persónulega. Ég hef mikla ástríðu fyrir stjórnmálum," sagði Hanna Birna sem var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi fyrr í dag.

Vekja athygli á hræðslu dýra vegna flugelda

Nú þegar áramótin eru framundan vill Dýraverndarsamband Íslands vekja athygli á þeirri ógn sem dýrum stafar af flugeldum og sprengingum með viðeigandi hávaða og óhjákvæmilegri mengun andrúmsloftsins. ,,Munum að dýrin eru skyni gæddar tilfinningaverur eins og við," segir í tilkynningu.

Árásum Ísraela víða mótmælt

Mikil reiðialda fer um hinn arabíska heim vegna fordæmalausra loftárása Ísraelshers á Gaza í gær og í dag. Árásunum hefur meðal annars verið mótmælt í Líbanon, Egyptalandi og á Vesturbakkanum í Palestínu í dag.

Atvinnulausum fjölgar um 1377 á hálfum mánuði

Atvinnulausum hefur fjölgað um 1377 á tæpum tveimur vikum. Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar eru nú 9582 einstaklingar skráðir atvinnulausir. 11. desember eru 8205 manns skráðir atvinnulausir, en í lok nóvembermánaðar voru 6350 skráðir atvinnulausir.

Tsvangirai fær nýtt vegabréf

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, Morgan Tsvangirai, fær útgefið nýtt vegabréf en hann hafði ekki fengið vegabréf sitt endurnýjað í hálft ár. Sú tregða yfirvalda er meðal þeirra atriða sem stefnt hafa stjórnarmyndunarviðræðum í landinu í hættu.

Ummæli Jóns um flugelda út í hött

Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að ummæli Jóns Magnússonar, þingflokksformanns Frjálslynda flokksins, um að fólk eigi að spara og sleppa því að kaupa flugelda séu kjánaleg og út í hött.

Umsóknarfrestur vega sérstaks saksóknara rennur út

Umsóknarfrestur vegna embættis sérstaks saksóknara sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins rennur út á morgun. Ekki fengust upplýsingar um hversu margir hafa sótt um stöðuna né hvort birt verði nöfn umsækjenda.

Obama án rafmagns

Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna og fjölskylda hans voru án rafmagns í tólf klukkustundir í sumarhúsi sínu á eynni Oahu í Hawai eyjaklasanum í gær, eftir að eldingu laust niður í spennistöð.

Castro sparar

Raul Castro, forseti Kúbu, greindi þingi landsins frá aðgerðum stjórnvalda á Kúbu í gær, til að mæta kostnaðinum við skemmdir sem urðu í þremur fellibyljum sem dundu á landinu á árinu og vegna samdráttar í efnahagslífinu.

Slæmt að ekki sé tekið á móti öllum háskólanemum

Útlit er fyrir að ekki verði hægt að taka á móti öllum þeim nemendum sem hafa sótt um skólavist í háskólum landsins. Mjög slæm staða segir þingmaður í menntamálanefnd, sem vill að það verði skoðað hvort hægt sé að breyta kennsluháttum í einhverjum tilfellum svo taka megi á móti fleiri nemendum.

Tímabundin herkvaðning í Ísrael

Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í morgun tímabundna herkvaðningu þúsunda varahermanna vegna árásanna á Gaza-ströndinni. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að aðgerðir Ísraela geti tekið einhverja daga. Markmiðið sé að eyðileggja grunstoðir Hamas-samtakanna.

Þingmaður hvetur fólk til að kaupa ekki flugelda

Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, hvetur fólk til að spara og kaupa ekki flugelda þetta árið. Með flugeldakaupum sé fólk að henda peningum. Hann var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Sprengjusandi í morgun þar sem meðal annars rætt um hvernig almenningur getur sparað. Auk þess talaði Jón fyrir því að fólk minnkaði gosdrykkju sína. Jón var eitt sinn formaður Neytendasamtakanna.

María fæddi Jesú á aðfangadag

Kona að nafni María May í Perú, eða Virgen Maria eins og hún heitir á sínu tungumáli, eignaðst son á í Líma, höfuðborg Perú, á aðfangadag sem nefndur var Jesú. Og svo ólíklega vill til að eiginmaður hennar er smiður að atvinnu, rétt eins og Jósef, jarðneskur faðir Jesú Krists. Hann heitir þó ekki Jósef heldur Huarcaya Palomino og er tuttugu og fjögurra ára gamall.

Greiðfært víða um land

Vegagerðin varar við flughálku á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum. Annars er greiðfært á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vesturlandi og víðast á Vestfjörðum og Norðurlandi nema hálkublettir eru á Mývatnsöræfum. Á Austfjörðum er hálka og hálkublettir.

Árásir Ísraela halda áfram - 270 látnir

Ísraelsher hélt áfram að varpa sprengjum á Gaza í morgun og nú hafa um 270 manns fallið og yfir sex hundruð særst frá því árásirnar hófust í gærdag.

22 látnir í Pakistan eftir bílsprengingu

Talið er að allt að tuttugu og tveir hafi látið lífið þegar sprengja sprakk við kjörstað í norðvestur Pakistan í morgun, en þar fara nú fram aukakosningar um sæti á héraðsþingi.

Mannfall í Kabúl

Þrjár systur, þrettán, fimmtán og sextán ára féllu þegar eldflaug lenti á heimili þeirra í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Tuttugu manna fjölskylda bjó í húsinu, en talið er að sprengjunni hafi verið ætlað að lenda á lögreglustöð skammt frá húsinu.

Róleg nótt hjá lögreglu - bílvelta í Öxarfirði

Nóttin var með rólegasta móti samkvæmt lögreglu víða um land. Ung stúlka var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri rétt eftir miðnætti í gærkvöld eftir bílveltu í Öxarfirði í grennd við Húsavík. Að sögn lögreglu voru tvær ungar stúlkur í bifreiðinni og kastaðist ökumaður hennar út úr bifreiðinni við veltuna. Stúlkan er ekki talin vera mikið slösuð.

Ökumaður lét lífið á Reykjanesbraut

Banaslys varð við Reykjanesbraut á sjötta tímanum í gær. Tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós en svo virðist sem að bifreiðin hafi lent á ljósastaur og endað fyrir utan veg á hvolfi í kjölfarið.

Árásum Ísraela mótmælt í Líbanon og Egyptalandi

Gífurleg reiðialda fer um hinn arabíska heim vegna fordæmalausra loftárása Ísraelshers á Gaza í dag. Árásunum var meðal annars mótmælt í Líbanon og Egyptalandi. Arababandalagið krafðist þess í dag að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði nú þegar kallað saman til að taka á málinu.

Íslenska bókin er ónæm fyrir kreppunni

Íslenska bókin er ónæm fyrir kreppunni. Aldrei áður hafa fleiri bækur selst en nú fyrir þessi jól. Arnaldur Indriðason gnæfir yfir aðra rithöfunda og seldi í kringum 30 þúsund eintök af skáldsögu sinni Myrká.

Reykjanesbraut opnuð á ný eftir alvarlegt umferðarslys

Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik eftir að alvarlegt umferðarslys varð á sjötta tímanum í dag. Talið er að slysið hafi orðið með þeim hætti að bifreið var ekið á ljósastaur sem fór nokkrar veltur og endaði utan vega á hvolfi. Í fyrstu var talið að tveir bílar hefðu lent saman. Ökumaður bifreiðarinnar er talinn alvarlega slasaður.

Skækjutal Páls ekki til bóta

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, telur orðbragð Páls Magnússonar, bæjarritara Kópavogs og formannskandídats í Framsóknarflokknum, vera til marks um nýja tíma í stjórnmálum en þó ekki til bóta.

,,Góðærið kom aldrei til okkar"

Góðærið kom aldrei til okkar sagði öryrki sem mótmælti í friðsamlegum mótmælum á Austurvelli í dag. Mótmælin í dag voru þau tólftu sem haldin hafa verið og áætlar lögreglan að um 500 manns hafi komið saman í dag.

Ingibjörg gagnrýnir Ísraela vegna loftárása á Gaza

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisràðherra, telur hernaðaraðgerðir Ísraels à Gazaströndinni í dag óverjandi. Þó að Ísrael standi frammi fyrir öryggisógn og að àkvörðun Hamas um ad segja sig frá vopnahléi sé röng verða viðbrögð að vera í samræmi við hættu eins og alþjóðleg mannúðarlög krefjast, segir Ingibjörg í yfirlýsingu vegna atburða dagsins.

Greiðfært um flesta vegi

Greiðfært er um flesta vegi, samkvæmt Vegagerðinni. Þó eru hálkublettir á sunnanverðum Vestfjörðum. Hálka er á Hálfdán, Kleifaheiði og á Steingrímsfjarðarheiði.

BSRB krefst kjarajöfnunar

Kjararáð samþykkti á fundi sínum í morgun að lækka laun þingmanna, ráðherra og forsætisráðherra. Næst á dagskrá er að lækka laun hátt launaðra opinberra starfsmanna. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að lækka laun félagsmanna BSRB.

Alvarlegt umferðarslys - Reykjanesbraut lokuð

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Kaldárselsveg á sjötta tímanum í dag. Lögreglan telur að tveir bílar hafi lent saman og í framhaldinu hafi annar þeirra farið nokkrar veltur. Ökumaður bifreiðarinnar er talinn alvarlega slasaður.

Telur að umheimurinn hafi skilning á aðgerðum Ísraela

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, telur að Telur að umheimurinn hafi skilning á aðgerðum Ísraela á Gazasvæðinu. Tala fallinna í loftárásum Ísraelshers á Gaza í dag fer stighækkandi og nú er talið að um tvö hundruð manns hafi fallið og á fjórða hundrað manns hafi særst.

Nokkur hundruð mótmæltu á Austurvelli

Hátt í 700 manns komu saman til friðsamlegra mótmæla á Austurvelli í dag. Samtökin Raddir fólksins stóðu fyrir mótmælafundinum og var Hörður Torfason, einn af talsmönnum samtakanna, afar ánægður hvernig til tókst. Stemmning hafi verið góð og mikill hugur í fólki.

Hugleiddu frið og samkennd á Ráðhústorgi

Undanfarna mánuði hefur hópur fólks hist fyrir framan Samkomuhúsið og gengið niður á Ráðhústorg undir yfirskriftinni ,,Virkjum lýðræðið". Þar hafa ýmsir tekið til máls en í dag var ákveðið að hugleiða í stað þess að láta gamminn geysa.

2009 verður ár uppgjörsins

Árið 2009 gengur senn í garð og telur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, að það verði ár uppgjörsins. Kristinn segir í pistli á heimasíðu sinni að haustið hafi verið mörgum landsmönnum erfitt og eðlilega hafi reiðin verið mikil.

Sjá næstu 50 fréttir