Innlent

Vilja leysa deilu fyrir áramót

Loftur Jóhannsson
Loftur Jóhannsson

Reynt verður að leysa deilu samgönguyfirvalda og Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) á fundi í dag. Loftur Jóhannsson, formaður FÍF, segir fulltrúa samgönguyfirvalda hafa unnið að undirbúningi viðræðna um helgina. Reyna á að leysa málið fyrir áramót.

Flugumferðarstjórar eru ósáttir við að störf þeirra eigi að færast til Keflavíkurflugvallar ohf. um áramót án samráðs við þá. Krefjast þeir þess að Keflavíkurflugvöllur ohf. geri sambærilegan samning við félagsmenn um lífeyrismál og Flugstoðir ohf. gerðu árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×