Innlent

Stefnumótun skammt komin

Öryggi ríkisins snýst um fleira en hervarnir.
Öryggi ríkisins snýst um fleira en hervarnir. fréttablaðið/Arnþór

Mótun öryggissjálfsmyndar Íslands og öryggismálastefnu er skammt á veg komin, þrátt fyrir gerbreytta umgjörð þeirra mála. Að þessari niðurstöðu kemst Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur í grein í nýjasta „hefti" vefritsins Stjórnmál og stjórnsýsla (stjornmalogstjornsysla.is).

Í rannsókninni eru vísbendingar um öryggisstefnu ríkisins greindar eins og þær birtast í gögnum á borð við nýsett varnarmálalög og lög um almannavarnir. Bent er á að nálgun Íslands að öryggi hafi byggst á hernaðarlegum grunni með rætur í raunsæisstefnu, en stefna annarra Norðurlanda hafi frekar byggst á „nýfrjálslyndri stofnanahyggju".

Ekki sé að merkja að stefnumótunarvaldið taki tillit til þátta á borð við efnahagslegt eða umhverfislegt öryggi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×