Innlent

Kveikt í mörgum ruslagámum í nótt

Töluverður erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og nótt og þurfti liðið að sinna alls átta útköllum þar sem kveikt hafði verið í ruslagámum.

Í sumum tilvika voru gámarnir staðsettir þétt við íbúðarhús og því hefði getað farið illa. Einn gámurinn sem staðsettur var í Faxafeni brann til kaldra kola. Þá var slökkviliðið kallað til að alvarlegu umferðarslysi við Rjúpnaveg í Kópavogi. Þar þurfti að klippa ökumann út úr annarri bifreiðinni. Tveir voru fluttir á slysadeild úr þessu óhappi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×