Erlent

Óánægður viðskiptavinur stakk eiganda pizzastaðar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tveir unglingar eru í haldi lögreglunnar í Sønderborg í Danmörku og tveggja annarra er leitað eftir árás á pizzastað í gærkvöldi þar sem eigandi staðarins var stunginn tvisvar sinnum í handlegginn.

Að sögn lögreglu gerðist þetta eftir að einn unglinganna lenti í rimmu við eigandann vegna þess að hann var óánægður með gæði pizzu sem hann keypti. Hvarf sá ósátti á brott en sneri svo til baka með þrjá aðra með sér og réðust þeir á eigandann með fyrrgreindum afleiðingum. Einn fjórmenninganna var að auki vopnaður byssu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×