Innlent

Kjaraskerðing í Hveragerðisbæ

Aldís Hafsteinsdóttir
Aldís Hafsteinsdóttir
Laun bæjarstarfsmanna í Hveragerði verða skert samkvæmt drögum að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Bæjarstjórnin gerir líka kröfur til stjórnenda bæjarins um hagræðingu og lækkun rekstrarkostnaðar.

Launalækkunin felst í því að umsamin föst yfirvinna starfsmanna verður skert um 10 prósent og föstum bílastyrkjum verður sagt upp og akstur í staðinn greiddur eftir akstursdagbókum. Þá eiga laun bæjarstjórans að lækka um 10 prósent og laun bæjarfulltrúa að lágmarki um 10 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×