Innlent

Fulltrúar lækki launakostnað

Rósa Guðbjartsdóttir Oddviti sjálfstæðismanna í bæjarráði Hafnarfjarðar.
Rósa Guðbjartsdóttir Oddviti sjálfstæðismanna í bæjarráði Hafnarfjarðar.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vilja lækka kostnað við laun og kjör bæjarstjóra, bæjarfulltrúa og fulltrúa í ráðum og nefndum um allt að 15 prósent á árinu 2009.

„Fyrirséð er mikil tekjuskerðing bæjarins sem verður að mæta með niðurskurði og við þær aðstæður er eðlilegt að stjórnkerfi bæjarins gangi á undan með góðu fordæmi," segir í greinargerð með tillögu sjálfstæðismanna sem meirihluti Samfylkingar vísaði í sérstakan starfshóp bæjarráðs sem vinnur að undirbúningi fjárhagsáætlunar. „Þar er allt til skoðunar, þar með talin launakjör kjörinna fulltrúa."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×