Erlent

Danska lögreglan vill gögn um rúmenska svikahrappa

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögregla hefur eftirlit með hópi rúmenskra innflytjenda í kjölfar uppákomu.
Lögregla hefur eftirlit með hópi rúmenskra innflytjenda í kjölfar uppákomu.

Danska lögreglan hyggst nú koma sér upp ítarlegum gagnagrunni yfir rúmenska þjófa og svikahrappa sem hún á í höggi við og hefur farið fram á það við rúmensk lögregluyfirvöld að fá sendar bakgrunnsupplýsingar um tæplega 700 Rúmena sem búsettir eru í Danmörku.

Vonast lögreglan til að með þessu tiltæki verði unnt að greina hvaða Rúmenum mesta áhættan fylgi, til dæmis hvort þeir komi frá einhverjum ákveðnum sveitarfélögum í upprunalandi sínu og svo framvegis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×