Kaldur í sálinni eftir jólanætur í hesthúsi 29. desember 2008 06:30 Hlúð er að hrossunum í húsi í Mosfellsbæ. Af ótta við smit hefur húsið verið girt af. Flest eftirlifandi hrossa eru á batavegi. Fréttablaðið / daníel „Það er hræðilega dapurlegt þegar þetta er að drepast í höndunum á manni,“ segir þingmaðurinn Árni Páll Árnason, sem hefur varið drjúgum hluta jólanna í hesthúsi í Mosfellsbæ að hjúkra fársjúkum hestum og hjálpa til við að aflífa þá. Hann hefur misst einn hest og á annan við dauðans dyr. Nú eru 22 hestar dauðir vegna salmonellusýkingarinnar sem kom upp fyrir viku á Kjalarnesi. Þrjú til fjögur hross til viðbótar eru alvarlega veik, en hin eru á batavegi. Alls var 41 hross í stóðinu sem veiktist. Talið er fullvíst að sýkingin hafi borist úr settjörn í bithaganum, en í henni greindist salmonella. Árni fór fyrst að huga að hestunum síðla á aðfangadagskvöld og sat við langt fram á jólanótt. Síðan hefur hann farið daglega upp í hesthús með Sigrúnu konu sinni, jafnvel oft á dag, og eytt þar mörgum nóttum. „Þetta hefur verið alveg furðuleg lífsreynsla, og er ekki búin enn þá,“ segir Árni, sem var á leið í Mosfellsbæinn í gærkvöldi í þriðja sinn í gær. Á annan jóladag missti Árni hestinn Asa, sem var orðinn sextán vetra gamall og hafði fylgt honum í sjö ár. Hinn, Áki, er átta vetra og tvísýnt er um örlög hans. „Þetta er enn djöfulli dapurlegt því maður reynir og reynir en hefur ekki enn séð neinn árangur hjá sínum eigin hrossum. En maður sér þó árangur hjá annarra manna hrossum sem maður hefur hjálpað til við að koma á lappir.“ Árni segist aldrei hafa upplifað annað eins. „Það var sérstaklega erfitt þegar maður var að bera út svona þrjú til fimm á dag. Maður verður svolítið kaldur í sálinni við það,“ segir hann. „Það er búið að vera alveg með ólíkindum að horfa upp á þetta. Þetta eru svo fárveik dýr.“ Og Árni er ekki alls kostar sáttur við hvernig tekið var á málum. „Ég er svolítið hissa á hvað viðbrögð yfirvalda voru bæði fálmkennd og hæg í byrjun. Það skorti á samhæfingu og að það væri sett á einhver verkefnisstjórn,“ segir hann en bendir þó á að menn hafi aldrei þurft að eiga við eins stóra sýkingu. Skoða þurfi málið þegar rykið er sest. Árni var vongóður áður en hann hélt af stað í gærkvöldi. „Maður kemur sér nú upp ákveðnu æðruleysi í þessu en auðvitað vonast maður til að geta hnoðað í þetta lífi.“ Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Sjá meira
„Það er hræðilega dapurlegt þegar þetta er að drepast í höndunum á manni,“ segir þingmaðurinn Árni Páll Árnason, sem hefur varið drjúgum hluta jólanna í hesthúsi í Mosfellsbæ að hjúkra fársjúkum hestum og hjálpa til við að aflífa þá. Hann hefur misst einn hest og á annan við dauðans dyr. Nú eru 22 hestar dauðir vegna salmonellusýkingarinnar sem kom upp fyrir viku á Kjalarnesi. Þrjú til fjögur hross til viðbótar eru alvarlega veik, en hin eru á batavegi. Alls var 41 hross í stóðinu sem veiktist. Talið er fullvíst að sýkingin hafi borist úr settjörn í bithaganum, en í henni greindist salmonella. Árni fór fyrst að huga að hestunum síðla á aðfangadagskvöld og sat við langt fram á jólanótt. Síðan hefur hann farið daglega upp í hesthús með Sigrúnu konu sinni, jafnvel oft á dag, og eytt þar mörgum nóttum. „Þetta hefur verið alveg furðuleg lífsreynsla, og er ekki búin enn þá,“ segir Árni, sem var á leið í Mosfellsbæinn í gærkvöldi í þriðja sinn í gær. Á annan jóladag missti Árni hestinn Asa, sem var orðinn sextán vetra gamall og hafði fylgt honum í sjö ár. Hinn, Áki, er átta vetra og tvísýnt er um örlög hans. „Þetta er enn djöfulli dapurlegt því maður reynir og reynir en hefur ekki enn séð neinn árangur hjá sínum eigin hrossum. En maður sér þó árangur hjá annarra manna hrossum sem maður hefur hjálpað til við að koma á lappir.“ Árni segist aldrei hafa upplifað annað eins. „Það var sérstaklega erfitt þegar maður var að bera út svona þrjú til fimm á dag. Maður verður svolítið kaldur í sálinni við það,“ segir hann. „Það er búið að vera alveg með ólíkindum að horfa upp á þetta. Þetta eru svo fárveik dýr.“ Og Árni er ekki alls kostar sáttur við hvernig tekið var á málum. „Ég er svolítið hissa á hvað viðbrögð yfirvalda voru bæði fálmkennd og hæg í byrjun. Það skorti á samhæfingu og að það væri sett á einhver verkefnisstjórn,“ segir hann en bendir þó á að menn hafi aldrei þurft að eiga við eins stóra sýkingu. Skoða þurfi málið þegar rykið er sest. Árni var vongóður áður en hann hélt af stað í gærkvöldi. „Maður kemur sér nú upp ákveðnu æðruleysi í þessu en auðvitað vonast maður til að geta hnoðað í þetta lífi.“
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent