Kaldur í sálinni eftir jólanætur í hesthúsi 29. desember 2008 06:30 Hlúð er að hrossunum í húsi í Mosfellsbæ. Af ótta við smit hefur húsið verið girt af. Flest eftirlifandi hrossa eru á batavegi. Fréttablaðið / daníel „Það er hræðilega dapurlegt þegar þetta er að drepast í höndunum á manni,“ segir þingmaðurinn Árni Páll Árnason, sem hefur varið drjúgum hluta jólanna í hesthúsi í Mosfellsbæ að hjúkra fársjúkum hestum og hjálpa til við að aflífa þá. Hann hefur misst einn hest og á annan við dauðans dyr. Nú eru 22 hestar dauðir vegna salmonellusýkingarinnar sem kom upp fyrir viku á Kjalarnesi. Þrjú til fjögur hross til viðbótar eru alvarlega veik, en hin eru á batavegi. Alls var 41 hross í stóðinu sem veiktist. Talið er fullvíst að sýkingin hafi borist úr settjörn í bithaganum, en í henni greindist salmonella. Árni fór fyrst að huga að hestunum síðla á aðfangadagskvöld og sat við langt fram á jólanótt. Síðan hefur hann farið daglega upp í hesthús með Sigrúnu konu sinni, jafnvel oft á dag, og eytt þar mörgum nóttum. „Þetta hefur verið alveg furðuleg lífsreynsla, og er ekki búin enn þá,“ segir Árni, sem var á leið í Mosfellsbæinn í gærkvöldi í þriðja sinn í gær. Á annan jóladag missti Árni hestinn Asa, sem var orðinn sextán vetra gamall og hafði fylgt honum í sjö ár. Hinn, Áki, er átta vetra og tvísýnt er um örlög hans. „Þetta er enn djöfulli dapurlegt því maður reynir og reynir en hefur ekki enn séð neinn árangur hjá sínum eigin hrossum. En maður sér þó árangur hjá annarra manna hrossum sem maður hefur hjálpað til við að koma á lappir.“ Árni segist aldrei hafa upplifað annað eins. „Það var sérstaklega erfitt þegar maður var að bera út svona þrjú til fimm á dag. Maður verður svolítið kaldur í sálinni við það,“ segir hann. „Það er búið að vera alveg með ólíkindum að horfa upp á þetta. Þetta eru svo fárveik dýr.“ Og Árni er ekki alls kostar sáttur við hvernig tekið var á málum. „Ég er svolítið hissa á hvað viðbrögð yfirvalda voru bæði fálmkennd og hæg í byrjun. Það skorti á samhæfingu og að það væri sett á einhver verkefnisstjórn,“ segir hann en bendir þó á að menn hafi aldrei þurft að eiga við eins stóra sýkingu. Skoða þurfi málið þegar rykið er sest. Árni var vongóður áður en hann hélt af stað í gærkvöldi. „Maður kemur sér nú upp ákveðnu æðruleysi í þessu en auðvitað vonast maður til að geta hnoðað í þetta lífi.“ Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
„Það er hræðilega dapurlegt þegar þetta er að drepast í höndunum á manni,“ segir þingmaðurinn Árni Páll Árnason, sem hefur varið drjúgum hluta jólanna í hesthúsi í Mosfellsbæ að hjúkra fársjúkum hestum og hjálpa til við að aflífa þá. Hann hefur misst einn hest og á annan við dauðans dyr. Nú eru 22 hestar dauðir vegna salmonellusýkingarinnar sem kom upp fyrir viku á Kjalarnesi. Þrjú til fjögur hross til viðbótar eru alvarlega veik, en hin eru á batavegi. Alls var 41 hross í stóðinu sem veiktist. Talið er fullvíst að sýkingin hafi borist úr settjörn í bithaganum, en í henni greindist salmonella. Árni fór fyrst að huga að hestunum síðla á aðfangadagskvöld og sat við langt fram á jólanótt. Síðan hefur hann farið daglega upp í hesthús með Sigrúnu konu sinni, jafnvel oft á dag, og eytt þar mörgum nóttum. „Þetta hefur verið alveg furðuleg lífsreynsla, og er ekki búin enn þá,“ segir Árni, sem var á leið í Mosfellsbæinn í gærkvöldi í þriðja sinn í gær. Á annan jóladag missti Árni hestinn Asa, sem var orðinn sextán vetra gamall og hafði fylgt honum í sjö ár. Hinn, Áki, er átta vetra og tvísýnt er um örlög hans. „Þetta er enn djöfulli dapurlegt því maður reynir og reynir en hefur ekki enn séð neinn árangur hjá sínum eigin hrossum. En maður sér þó árangur hjá annarra manna hrossum sem maður hefur hjálpað til við að koma á lappir.“ Árni segist aldrei hafa upplifað annað eins. „Það var sérstaklega erfitt þegar maður var að bera út svona þrjú til fimm á dag. Maður verður svolítið kaldur í sálinni við það,“ segir hann. „Það er búið að vera alveg með ólíkindum að horfa upp á þetta. Þetta eru svo fárveik dýr.“ Og Árni er ekki alls kostar sáttur við hvernig tekið var á málum. „Ég er svolítið hissa á hvað viðbrögð yfirvalda voru bæði fálmkennd og hæg í byrjun. Það skorti á samhæfingu og að það væri sett á einhver verkefnisstjórn,“ segir hann en bendir þó á að menn hafi aldrei þurft að eiga við eins stóra sýkingu. Skoða þurfi málið þegar rykið er sest. Árni var vongóður áður en hann hélt af stað í gærkvöldi. „Maður kemur sér nú upp ákveðnu æðruleysi í þessu en auðvitað vonast maður til að geta hnoðað í þetta lífi.“
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira