Innlent

Gott flugeldaveður um mestallt land

Siggi spáir ágætis skotveðri.
Siggi spáir ágætis skotveðri.
„Það viðrar vel til sprenginga. Og þá sérstaklega á útrásarvíkingum," segir Sigurður „Stormur" Ragnarson veðurfræðingur. Hann býst við fyrirtaks flugeldaveðri á gamlárskvöld, hæglætisveðri, björtu með köflum í borginni, annars fremur skýjuðu veðri og hita um eða yfir frostmarki.

Spákortið fyrir áramótin.
Siggi segir einu undantekninguna á þessu vera Vestmannaeyjar. „Það gæti orðið strekkingur í Vestmannaeyjum en annarsstaðar eru bara rólegheit," segir Siggi, sem þó býst við að gæti dropað örlítið syðst á landinu, og jafnvel élað á Vestfjörðum. „En heilt yfir er þetta eins gott og það verður," segir Siggi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×