Erlent

Fékk sjónvarpstæki ofan á sig og lést

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Velsk yfirvöld hvetja almenning til að gæta vel að því hvernig þungum heimilistækjum á borð við sjónvörp er komið fyrir.
Velsk yfirvöld hvetja almenning til að gæta vel að því hvernig þungum heimilistækjum á borð við sjónvörp er komið fyrir.

Fjögurra ára gömul stúlka í Norður-Wales lést eftir að sjónvarpstæki féll ofan á hana á heimili hennar á aðfangadagskvöld. Lögregla rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að um hörmulegt slys hefði verið að ræða en þetta er í annað skiptið á árinu sem barn deyr í Wales eftir að verða undir sjónvarpi.

Dánardómstjóri gaf út viðvörun eftir fyrra atvikið við því að þungum heimilistækjum væri stillt ofan á létt húsgögn og ítrekar hann nú þau skilaboð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×