Innlent

Vöktu hálft Garðahverfið með skoteldum

Flugeldar. Myndin tengist fréttinni ekki.
Flugeldar. Myndin tengist fréttinni ekki.

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var talsvert magn af skoteldum tekið af unglingum, sem vakið höfðu upp hálft Garðahverfið í Reykjanesbæ. Unglingarnir voru vopnaðir öflugri teygjubyssu, sem þeir notuðu til að skjóta skoteldunum með.

Skoteldarnir voru kínverjar sem þeir höfðu tekið úr Vítistertu, sem seld er á flugeldasölustöðum. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er hér um að ræða mjög öfluga og hættulega skotelda.

Rúmlega klukkutíma síðar var tilkynnt um að verið væri að sprengja skotelda við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Lögreglumenn fóru á staðinn og höfðu upp á gerendunum, sem reyndu að komast undan í bifreiðum. Í annarri bifreiðinni fannst nokkuð magn af skoteldum, sem búið var að eiga við og breyta. Skoteldarnir voru teknir í vörslu lögreglunnar.

Þegar vettvangurinn var skoðaður af lögreglu kom í ljós að aðilarnir höfðu sprengt rúðu í Holtaskóla og voru leifar af skoteldunum við rúðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×