Innlent

Tæp tíu þúsund eru atvinnulaus

Mikill samdráttur hefur orðið á vinnumarkaðnum.
Mikill samdráttur hefur orðið á vinnumarkaðnum.

Atvinnulausum fjölgar enn og 28. desember voru 9.582 án atvinnu á landinu öllu. Af þeim eru 6.033 karlar og 3.549 konur.

Mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu þar sem 3.896 karlar eru án atvinnu og 2.097 konur; alls 5.993 eða um 63 prósent þeirra sem eru án atvinnu.

Í skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að atvinnuleysi var 75 prósentum meira í nóvember í ár, þegar það var 3,3 prósent eða 5.445 að meðaltali, en á sama tíma í fyrra. Þá hafði atvinnuleysi ekki verið meira síðan í maí 2004 og nú hefur það enn aukist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×