Erlent

Stefnuræðu frestað í Tælandi

Vejjajiva verðandi forsætisráðherra.
Vejjajiva verðandi forsætisráðherra. Mynd/AP

Ekkert varð af stefnuræðu Vejjajiva, nýs forsætisráðherra Taílands í morgun. Henni var frestað þar til síðar í dag vegna mótmæla fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Bangkok. Þar voru saman komnir stuðningsmenn fyrri stjórnarflokksins sem hrökklaðist nýlega frá völdum vegna kosningasvika.

Mótmælendurnir meinuðu þingmönnum inngöngu í þinghúsið og því var ekki hægt að hefja þingfund. Útlit er því fyrir að stjórnarkreppan í Taílandi haldi áfram. Fyrri mótmælendahópurinn hefur dregið sig í hlé eftir stjórnaskiptin fyrir hálfum mánuði og nýr hópur tekinn við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×