Innlent

Tindastóll opinn í dag

Frá skíðasvæðinu í Tindastóli.
Frá skíðasvæðinu í Tindastóli.

Þrátt fyrir umhleypingar á Suðurlandinu er nægur snjór fyrir norðan og verður skíðasvæðið í Tindastóli opið til klukkan fjögur í dag. Tæplega þriggja gráðu hiti er í fjallinu, suðvestanátt og vindhraði um fimm metrar á sekúndu.

Forstöðumaður svæðisins segir nægan og góðan snjó í Tindastóli og er færið gott. Metaðsókn var að svæðinu í gær á þessum vetri. Göngusvæðið er einnig troðið og góður snjór á því svæði.

Hægt er að sjá sjálfvirka veðurstöð og myndavél sem uppfærist á 15 mín fresti á tindastoll.is/skidi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×