Innlent

Skip frá Samskipum í vandræðum í Rotterdam

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

Hvassafell, leiguskip Samskipa, lenti í erfiðleikum í höfninni í Rotterdam í Hollandi í gær þegar verið var að afferma skipið. Kom í ljós að talsverður sjór hafði komist í eina lest skipsins þar sem meðal annars voru gámar sem innihalda efnið „Aluminium Dross", sem við snertingu við vatn hvarfast og veldur þá hita og jafnvel íkveikju.

Í tilkynningu frá Samskipum segir að hafnaryfirvöld í Rotterdam hafi strax tekið við stjórn á vettvangi og telja sig hafa fulla stjórn á aðstæðum. Þá segir að áhöfn Hvassafellsins hafi ekki verið í hættu en ekki er vitað á þessari stundu hvað olli því að sjór komst í lest skipsins. Hlutaðeigandi yfirvöld munu sjá um rannsókn málsins. Unnið er að hreinsun og eyðingu efnanna með yfirvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×