Innlent

Treysta á Guð og lukkuna

Skemmdir á turninum reyndust vera mun meiri en upphaflega var talið. Verklok eru áætluð í október.
Skemmdir á turninum reyndust vera mun meiri en upphaflega var talið. Verklok eru áætluð í október. fréttablaðið/vilhelm

Sjóðir Hallgrímskirkju til að ljúka viðgerðum á steypuskemmdum á turni kirkjunnar eru tómir. Ljóst er að viðgerðin verður mun dýrari en áætlað var í fyrstu. Framkvæmdum á að ljúka í október, samkvæmt áætlun, en það er háð því að ríki og borg hlaupi undir bagga með að fjármagna verkið.

Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur í Hallgrímskirkju, segir að enn sé unnið að fullum krafti og starfsfé dugi fram í febrúar. „Við trúum því að hægt verði að halda áfram með tilstyrk ríkis og Reykjavíkurborgar.“ Til að það takist þurfi að lengja í lánum í stað þess að taka ný lán.

Jón segir að gengið hafi verið út frá því í byrjun að kostnaður við viðgerðir á kirkjuturninum næmi um 250 milljónum króna. „Það hefur síðan komið í ljós að viðgerðin fer töluvert fram úr þeirri áætlun, þó ekki sé ljóst hversu mikill sá aukakostnaður verður. Við trúum því að verkið verði klárað því enginn vill hafa landmark Reykjavíkur í þessu ástandi lengur en þörf krefur.“

Skemmdirnar eru mestmegnis veðrunar- og frostskemmdir. Fjármögnun verksins var upphaflega í samstarfi við ríkissjóð, Reykjavíkurborg og þjóðkirkjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×