Erlent

Trúir á verk eiginmannsins

Laura Bush Er þess fullviss að fólk muni átta sig á ágæti eiginmannsins.
Laura Bush Er þess fullviss að fólk muni átta sig á ágæti eiginmannsins.

Laura Bush, eiginkona George W. Bush Bandaríkjaforseta, segist sannfærð um að seinni kynslóðir eigi eftir að átta sig á ágæti verka eiginmanns hennar.

„Ég held að kynslóðirnar muni brátt fara að þakka þessum forseta fyrir það sem hann hefur gert. Þessi kynslóð mun gera það,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær.

Meðal annars telur hún Bush forseta hafa lagt grunninn að stofnun Palestínuríkis, og hún segir að maðurinn, sem kastaði skó í Bush í Írak nýverið, hafi sýnt að „Írökum finnst þeir hafa mun meira frelsi til að tjá sig“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×