Innlent

Lækkar matarkostnað barna

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir

Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa ákveðið að halda útsvarsprósentunni óbreyttri á næsta ári í stað þess að nýta sér möguleika til hækkunar eins og mörg sveitarfélög hafa gert.

Bærinn lækkar gjaldskrána ef eitthvað er til að mæta þrengingum og standa með sínu fólki. Til að mæta þröngri stöðu fjölskyldnanna verður niðurgreiðsla á matarkostnaði grunnskólabarna aukinn og fer máltíðin úr 230 krónum niður í 180 krónur. Þá verður tónlistarnám grunnskólabarna gjaldfrjálst frá og með næsta hausti.

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri segir að bærinn sé þokkalega settur, hafi selt í Hitaveitu Suðurnesja og eigi sjóð. „Við komum kannski til með að þurfa eitthvað að nýta okkur sjóðinn, nota ávöxtun af honum og verðbætur fremur en að taka lán," segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×