Innlent

Umsóknarfrestur að renna út

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.
Dómsmál Frestur til að sækja um stöðu sérstaks saksóknara sem rannsaka á aðdraganda bankahrunsins rennur út í dag. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra mun skipa í embættið frá 1. janúar næstkomandi.

Þegar skipað verður í embættið ber sérstaka saksóknaranum að birta opinberlega upplýsingar um hlutabréfaeign sína í fjármálafyrirtækjum og skuldir við þau. Þá þarf hann einnig að upplýsa um starfsleg tengsl hans sjálfs, maka og náinna skyldmenna við þá sem sinnt hafa stjórnunarstöðum í fjármálafyrirtækjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×