Innlent

Strandaði þegar sjálfstýring bilaði

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bátur Björgunarfélags Vestmannaeyja.
Bátur Björgunarfélags Vestmannaeyja. MYND/Heimaslod.is

Lítill plastbátur, Hlöddi VE-98, sigldi upp í fjöru og strandaði um sexleytið í morgun þegar sjálfstýring hans bilaði. Bátur Björgunarfélags Vestmannaeyja var ræstur út og dró hann bátinn á flot og til hafnar. Ekki kom leki að honum en dytta þarf að skemmdum. Tveggja manna áhöfn sakaði ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×