Erlent

Fyrstu göngin undir Yangtze

Áin liggur þvert yfir stærstu héruð landsins og er líflína tugmilljóna Kínverja.
Áin liggur þvert yfir stærstu héruð landsins og er líflína tugmilljóna Kínverja. fréttablaðið/ap

Fyrstu vegagöngin undir Yangtze-ána í Kína voru opnuð í gær. Vinna við göngin hefur tekið rúmlega fjögur ár og þau eru um þrír og hálfur kílómetri á lengd.

Göngin tengja saman Wuchang og Hankou-hverfin í borginni Wuhan, þar sem átta milljónir manns búa. Þau munu stytta ferðatíma og greiða úr umferðarflækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×