Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2025 13:51 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, á fundi hergagnaframleiðsluráðs í morgun. AP/Gavriil Grigorov Valdimír Pútín, forseti Rússlands, segir að auka þurfi hergagnaframleiðslu ríkisins enn frekar og undirbúa Rússlandi fyrir frekari stríð í framtíðinni. Hergagnaframleiðsla í Rússlandi rúmlega tvöfaldaðist á síðasta ári en Pútín segir það ekki duga til, því framtíðin nálgist óðfluga. Þetta sagði forsetinn á fundi með hergagnaframleiðsluráði Rússlands í morgun, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann sagði það í algjörum forgangi að útvega hermönnum sem berjast í Úkraínu vopn en líta þyrfti til reynslunnar af átökum þar og hefja þróun á vopnum og hernaðaraðferðum framtíðarinnar. Á fundinum sagði Pútín að um fjögur þúsund skrið- og bryndrekar hefðu verið sendir til hermanna í Úkraínu, auk 180 flugvéla og þyrla. Þá hefðu rúmlega ein og hálf milljón dróna verið framleiddir fyrir hermenn í fyrra. „Ég veit það vel, og margir þeirra sem sitja þennan fund, að við eigum enn ekki nóg af þessum vopnum,“ sagði Pútín. Hann sagði hergagnaiðnaði Rússlands hefði verið sett enn háleitari markmið varðandi það að auka framleiðslu. „Við ættum að taka tilliti til vopnaþróunar í heiminum eins og það er hægt, það er að segja, að spá fyrir og skilja hvernig möguleg stríð framtíðarinnar verða háð. Framtíðin nálgast óðfluga.“ Pútín talaði um að auka framleiðslu ómannaðra vopna og vopnakerfa auk drónabáta. Einnig þyrfti að framleiða geislavopn sem gætu grandað drónum og flugvélum. Hann sagði einnig að notkun gervigreindar í hernaði opnaði á mikil tækifæri. Mikil hernaðaruppbygging Útlit er fyrir umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Evrópu á komandi árum. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Rússland Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínufundinum í London frestað Friðarviðræðum sem halda átti í London vegna Úkraínustríðsins í dag var aflýst nú í morgunsárið. 23. apríl 2025 07:55 Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22. apríl 2025 19:55 Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18. apríl 2025 10:54 Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. 15. apríl 2025 21:46 Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. 15. apríl 2025 06:59 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Þetta sagði forsetinn á fundi með hergagnaframleiðsluráði Rússlands í morgun, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann sagði það í algjörum forgangi að útvega hermönnum sem berjast í Úkraínu vopn en líta þyrfti til reynslunnar af átökum þar og hefja þróun á vopnum og hernaðaraðferðum framtíðarinnar. Á fundinum sagði Pútín að um fjögur þúsund skrið- og bryndrekar hefðu verið sendir til hermanna í Úkraínu, auk 180 flugvéla og þyrla. Þá hefðu rúmlega ein og hálf milljón dróna verið framleiddir fyrir hermenn í fyrra. „Ég veit það vel, og margir þeirra sem sitja þennan fund, að við eigum enn ekki nóg af þessum vopnum,“ sagði Pútín. Hann sagði hergagnaiðnaði Rússlands hefði verið sett enn háleitari markmið varðandi það að auka framleiðslu. „Við ættum að taka tilliti til vopnaþróunar í heiminum eins og það er hægt, það er að segja, að spá fyrir og skilja hvernig möguleg stríð framtíðarinnar verða háð. Framtíðin nálgast óðfluga.“ Pútín talaði um að auka framleiðslu ómannaðra vopna og vopnakerfa auk drónabáta. Einnig þyrfti að framleiða geislavopn sem gætu grandað drónum og flugvélum. Hann sagði einnig að notkun gervigreindar í hernaði opnaði á mikil tækifæri. Mikil hernaðaruppbygging Útlit er fyrir umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Evrópu á komandi árum. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar.
Rússland Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínufundinum í London frestað Friðarviðræðum sem halda átti í London vegna Úkraínustríðsins í dag var aflýst nú í morgunsárið. 23. apríl 2025 07:55 Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22. apríl 2025 19:55 Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18. apríl 2025 10:54 Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. 15. apríl 2025 21:46 Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. 15. apríl 2025 06:59 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Úkraínufundinum í London frestað Friðarviðræðum sem halda átti í London vegna Úkraínustríðsins í dag var aflýst nú í morgunsárið. 23. apríl 2025 07:55
Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22. apríl 2025 19:55
Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18. apríl 2025 10:54
Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. 15. apríl 2025 21:46
Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. 15. apríl 2025 06:59