Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 18. apríl 2025 10:54 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, (fyrir miðju) er orðinn óþolinmóður. Hann situr hér ásamt Gunter Sautter, stjórnmálasviðsstjóra þýska utanríkisráðuneytisins, á fundi um málefni Úkraínu í dag. Ap/Julien de Rosa Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. Utanríkisráðherrann tilkynnti þetta í París í dag eftir samtöl Bandaríkjanna, Úkraínu og fulltrúa Evrópuþjóða. Fullyrt er að nýafstaðnar viðræður þeirra í Frakklandi hafi skilað sér í langþráðum áfangasigri þegar þjóðirnar komu sér saman um drög að næstu skrefum að friði. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Gert er ráð fyrir því að nýr fundur verið haldinn í London í næstu viku og gaf Rubio til kynna að framvindan þar geti ráðið úrslitum um það hvort Bandaríkjastjórn taki áfram þátt í viðræðunum. „Þetta er ekki stríðið okkar“ „Við erum núna að nálgast þann stað þar sem við þurfum að ákveða hvort þetta sé mögulegt eða ekki,“ sagði Rubio við fréttamenn. „Vegna þess að ef það er það ekki, þá held ég að við munum bara snúa okkur að öðru.“ „Þetta er ekki stríðið okkar,“ bætti Rubio við. „Við höfum önnur forgangsmál til að einbeita okkur að.“ Hann fullyrti að Bandaríkjastjórn vilji taka ákvörðun um framhaldið „eftir nokkra daga.“ Ummæli utanríkisráðherrans koma á sama tíma og Bandaríkin og Úkraína nálgast samkomulag um að veita Bandaríkjunum aðgang að gríðarmiklum jarðefna- og olíuauðlindum Úkraínu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. Sú vinna hefur verið samtengd friðarviðræðum Donald Trumps Bandaríkjaforseta. Trump sagði í gær að ríkin væru komin með jarðefnasamning og undirrituðu fjármála- og efnahagsráðherrar Úkraínu og Bandaríkjanna í dag viljayfirlýsingu um að klára slíkt samkomulag. Viðræðurnar hafi samt verið gagnlegar Þrátt fyrir vaxandi óþolinmæði Bandaríkjanna sagði Rubio viðræðurnar í París í gær hafa verið uppbyggilegar. „Enginn hafnaði neinu, enginn stóð upp frá borðinu eða gekk í burtu.“ Þá hafi aðkoma Bretlands, Frakklands og Þýskalands verið gagnleg. Ráðamenn í Rússlandi hafa hafnað þeim hugmyndum um alhliða vopnahlé sem Trump hefur talað fyrir og Úkraína jafnframt fallist á. Rússar gera það að skilyrði að Úkraína geri hlé á stríðsrekstri og hætti að taka við erlendum vopnasendingum. Úkraína hefur ekki viljað fallast á þetta. Árásir halda áfram Rússar halda áfram árásum á úkraínskar borgir, að sögn embættismanna þar, og særðu fjölda óbreyttra borgara nokkrum dögum eftir að flugskeyti drápu að minnsta kosti 34 á pálmasunnudagshátíð í borginni Sumy í norðurhluta landsins. Einn lést og yfir 60 aðrir særðust þegar Rússar réðust á Kharkív, næststærstu borg Úkraínu, snemma í dag, að því er neyðarþjónusta Úkraínu greinir frá. Borgarstjórinn Ihor Terekhov sagði að klasasprengjum hafi fjórum sinnum verið skotið á „þéttbýlt“ hverfi. Rússneskir drónar réðust einnig á bakarí í Sumy, innan við viku eftir árásina þar síðasta sunnudag. Einn viðskiptavinur fórst í árásinni og starfsmaður særðist, að sögn svæðissaksóknara. Mannskæða árásin á Sumy á pálmasunnudag var önnur stórfellda eldflaugaárásin sem kostaði óbreytta borgara lífið á rúmri viku. Um 20 manns, þar á meðal níu börn, létust 4. apríl þegar flugskeyti hæfðu Kryvyi Rih, heimabæ Selenskí Úkraínuforseta. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. 18. apríl 2025 09:23 Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. 14. apríl 2025 22:02 Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Skjótasta leiðin til að koma á vopnahléi í Úkraínu er að verða við kröfum Rússa og leyfa þeim að taka yfir stjórn fjögurra héraða í Úkraínu. Þetta sagði Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, við forsetann bandaríska eftir fund hans með rússneskum erindreka í síðustu viku. 12. apríl 2025 08:58 Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Utanríkisráðherrann tilkynnti þetta í París í dag eftir samtöl Bandaríkjanna, Úkraínu og fulltrúa Evrópuþjóða. Fullyrt er að nýafstaðnar viðræður þeirra í Frakklandi hafi skilað sér í langþráðum áfangasigri þegar þjóðirnar komu sér saman um drög að næstu skrefum að friði. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Gert er ráð fyrir því að nýr fundur verið haldinn í London í næstu viku og gaf Rubio til kynna að framvindan þar geti ráðið úrslitum um það hvort Bandaríkjastjórn taki áfram þátt í viðræðunum. „Þetta er ekki stríðið okkar“ „Við erum núna að nálgast þann stað þar sem við þurfum að ákveða hvort þetta sé mögulegt eða ekki,“ sagði Rubio við fréttamenn. „Vegna þess að ef það er það ekki, þá held ég að við munum bara snúa okkur að öðru.“ „Þetta er ekki stríðið okkar,“ bætti Rubio við. „Við höfum önnur forgangsmál til að einbeita okkur að.“ Hann fullyrti að Bandaríkjastjórn vilji taka ákvörðun um framhaldið „eftir nokkra daga.“ Ummæli utanríkisráðherrans koma á sama tíma og Bandaríkin og Úkraína nálgast samkomulag um að veita Bandaríkjunum aðgang að gríðarmiklum jarðefna- og olíuauðlindum Úkraínu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. Sú vinna hefur verið samtengd friðarviðræðum Donald Trumps Bandaríkjaforseta. Trump sagði í gær að ríkin væru komin með jarðefnasamning og undirrituðu fjármála- og efnahagsráðherrar Úkraínu og Bandaríkjanna í dag viljayfirlýsingu um að klára slíkt samkomulag. Viðræðurnar hafi samt verið gagnlegar Þrátt fyrir vaxandi óþolinmæði Bandaríkjanna sagði Rubio viðræðurnar í París í gær hafa verið uppbyggilegar. „Enginn hafnaði neinu, enginn stóð upp frá borðinu eða gekk í burtu.“ Þá hafi aðkoma Bretlands, Frakklands og Þýskalands verið gagnleg. Ráðamenn í Rússlandi hafa hafnað þeim hugmyndum um alhliða vopnahlé sem Trump hefur talað fyrir og Úkraína jafnframt fallist á. Rússar gera það að skilyrði að Úkraína geri hlé á stríðsrekstri og hætti að taka við erlendum vopnasendingum. Úkraína hefur ekki viljað fallast á þetta. Árásir halda áfram Rússar halda áfram árásum á úkraínskar borgir, að sögn embættismanna þar, og særðu fjölda óbreyttra borgara nokkrum dögum eftir að flugskeyti drápu að minnsta kosti 34 á pálmasunnudagshátíð í borginni Sumy í norðurhluta landsins. Einn lést og yfir 60 aðrir særðust þegar Rússar réðust á Kharkív, næststærstu borg Úkraínu, snemma í dag, að því er neyðarþjónusta Úkraínu greinir frá. Borgarstjórinn Ihor Terekhov sagði að klasasprengjum hafi fjórum sinnum verið skotið á „þéttbýlt“ hverfi. Rússneskir drónar réðust einnig á bakarí í Sumy, innan við viku eftir árásina þar síðasta sunnudag. Einn viðskiptavinur fórst í árásinni og starfsmaður særðist, að sögn svæðissaksóknara. Mannskæða árásin á Sumy á pálmasunnudag var önnur stórfellda eldflaugaárásin sem kostaði óbreytta borgara lífið á rúmri viku. Um 20 manns, þar á meðal níu börn, létust 4. apríl þegar flugskeyti hæfðu Kryvyi Rih, heimabæ Selenskí Úkraínuforseta. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. 18. apríl 2025 09:23 Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. 14. apríl 2025 22:02 Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Skjótasta leiðin til að koma á vopnahléi í Úkraínu er að verða við kröfum Rússa og leyfa þeim að taka yfir stjórn fjögurra héraða í Úkraínu. Þetta sagði Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, við forsetann bandaríska eftir fund hans með rússneskum erindreka í síðustu viku. 12. apríl 2025 08:58 Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. 18. apríl 2025 09:23
Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. 14. apríl 2025 22:02
Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Skjótasta leiðin til að koma á vopnahléi í Úkraínu er að verða við kröfum Rússa og leyfa þeim að taka yfir stjórn fjögurra héraða í Úkraínu. Þetta sagði Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, við forsetann bandaríska eftir fund hans með rússneskum erindreka í síðustu viku. 12. apríl 2025 08:58
Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. 11. mars 2025 18:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent