Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 21:46 Antónína Favorskaja hlaut tæplega sex ára fangelsisdóm. AP Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. Navalní, helsti andstæðingur Vladímírs Pútíns í rússneskum stjórnmálum um árabil, lést í fanganýlendu í Síberíu í febrúar á síðasta ári þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm. Fjölskylda hans og stuðningsmenn saka Pútín um að hafa látið bana Navalní. Antonína Favorskaja, Konstantín Gabov, Sergej Karelín og Artjom Kriger voru sakfelld fyrir samstarf sitt með hópi sem rússnesk stjórnvöld álíta öfgahóp. Þau héldu öll fram sakleysi sínu. Favorskaja og Kriger störfuðu fyrir Sota Vision, sjálfstæðan rússneskan fréttamiðil sem fjallar um mótmæli og pólitísk málaferli. Gabov er sjálfstætt starfandi framleiðandi sem hefur unnið fyrir alþjóðlegar fréttaveitur á borð við Reuters og Karelín framleiðir fréttamyndefni fyrir miðla bæði í Rússlandi og alþjóðlega. Hann hefur meðal annars framleitt efni fyrir fréttaveituna Associated Press. Blaðamönnunum fjórum var gefið að sök að hafa unnið fyrir samtök Navalní sem vörpuðu ljósi á spillingu í rússnesku stjórnkerfi. Samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum árið 2021. Fjölmenni var fyrir utan dómshúsið í Moskvu þegar dómurinn var kveðinn upp en réttarhöldin fóru fram fyrir lokuðum dyrum. Í lokaummælum Konstantíns Gabov fyrir dómi sagði hann ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sakirnar sem honum eru bornar. „Ég skil fullkomlega vel hvers konar landi ég á heima í. Í gegnum söguna hefur Rússland aldrei verið neitt annað, það er ekkert nýtt í þeirri stöðu sem er uppi. Sjálfstæð fjölmiðlun er álitin öfgar,“ er haft eftir Gabov í umfjöllun Guardian. Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Navalní, helsti andstæðingur Vladímírs Pútíns í rússneskum stjórnmálum um árabil, lést í fanganýlendu í Síberíu í febrúar á síðasta ári þar sem hann afplánaði nítján ára fangelsisdóm. Fjölskylda hans og stuðningsmenn saka Pútín um að hafa látið bana Navalní. Antonína Favorskaja, Konstantín Gabov, Sergej Karelín og Artjom Kriger voru sakfelld fyrir samstarf sitt með hópi sem rússnesk stjórnvöld álíta öfgahóp. Þau héldu öll fram sakleysi sínu. Favorskaja og Kriger störfuðu fyrir Sota Vision, sjálfstæðan rússneskan fréttamiðil sem fjallar um mótmæli og pólitísk málaferli. Gabov er sjálfstætt starfandi framleiðandi sem hefur unnið fyrir alþjóðlegar fréttaveitur á borð við Reuters og Karelín framleiðir fréttamyndefni fyrir miðla bæði í Rússlandi og alþjóðlega. Hann hefur meðal annars framleitt efni fyrir fréttaveituna Associated Press. Blaðamönnunum fjórum var gefið að sök að hafa unnið fyrir samtök Navalní sem vörpuðu ljósi á spillingu í rússnesku stjórnkerfi. Samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök af rússneskum stjórnvöldum árið 2021. Fjölmenni var fyrir utan dómshúsið í Moskvu þegar dómurinn var kveðinn upp en réttarhöldin fóru fram fyrir lokuðum dyrum. Í lokaummælum Konstantíns Gabov fyrir dómi sagði hann ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sakirnar sem honum eru bornar. „Ég skil fullkomlega vel hvers konar landi ég á heima í. Í gegnum söguna hefur Rússland aldrei verið neitt annað, það er ekkert nýtt í þeirri stöðu sem er uppi. Sjálfstæð fjölmiðlun er álitin öfgar,“ er haft eftir Gabov í umfjöllun Guardian.
Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira