Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2025 08:00 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. EPA/Sean Gallup Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa sagt ráðherrum sínum að skrifa ekki undir samning við Bandaríkjamenn um að veita þeim síðarnefndu aðgang að umfangsmikilli námuvinnslu í Úkraínu. Hann segir samkomulagið eingöngu snúa að hag Bandaríkjanna. Meðal annars hafi það ekki innihaldið neinskonar öryggistryggingar handa Úkraínumönnum í skiptum fyrir auðlindirnar. Fram kemur í frétt AP að samkomulagið hafi fjallað um að Bandaríkjamenn fengju aðgang að svokölluðum sjaldgæfum málmum í Úkraínu sem greiðslu fyrir þann hernaðarstuðning sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá ríkisstjórn Joes Biden og fyrir mögulega aðstoð í framtíðinni, samkvæmt úkraínskum embættismönnum. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum bandarískum embættismanni að þar á bæ sé ákvörðun Selenskís að skrifa ekki undir samninginn lýst sem „skammsýnni“. Talið er að í Úkraínu megi finna umfangsmikið magn svokallaðra sjaldgæfra málma en þeir eru mikilvægir þegar kemur að framleiðslu allskonar nútímatækni og raftækja, auk hergagna. Þess vegna hafa þessir málmar orðið sífellt mikilvægari á undanförnum árum og hafa stórveldi heimsins, eins og Bandaríkin, gjóað augum sínum til Grænlands. Kínverjar eru með gífurlegt forskot á heimsvísu þegar kemur að greftri og vinnslu sjaldgæfra málma en vinnslan hefur dregist verulega saman í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum. Sérfræðingar telja Kína með allt að níutíu prósenta markaðshlutdeild á þessu sviði, heilt yfir, en í tilteknum málmum eru Kínverjar nánast þeir einu sem vinna þá. Í grein New York Times segir að samkomulagið hefði fært helming sjaldgæfra málma sem talið er að finna megi í Úkraínu í hendur Bandaríkjamanna, auk úrans og annarra auðlinda. Vill öryggistryggingar Selenskí hefur sagt að hann vilji að samningar um vinnslu þessara auðlinda í Úkraínu feli í sér einhverskonar öryggistryggingar sem ætlað er að koma í veg fyrir aðra innrás frá Rússum í framtíðinni, eftir að núverandi stríði lýkur. Undir lok Kalda stríðsins létu Úkraínumenn kjarnorkuvopn sem voru þar í landi af hendi til Rússlands og var það í skiptum fyrir samkomulag um að Rússar viðurkenndu fullveldi Úkraínu og hétu þess að virða landamæri ríkisins. Bretar og Bandaríkjamenn skrifuðu einnig undir samkomulagið og hétu þeir því að verja fullveldi Úkraínu. Scott Bassent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sýndi Selenskí samkomulagið þegar hann fór til Úkraínu í vikunni og þá ræddi JD Vance, varaforseti, það við forsetann þegar þeir funduðu í München á dögunum. Í samtali við AP vildi Selenskí ekki fara nánar út í af hverju hann hefði ekki viljað skrifa undir plaggið. Einn heimildarmanna fréttaveitunnar frá Úkraínu sagði þó að samningurinn hefði í raun falið í sér að gera Úkraínu að nýlendu og Selenskí gæti ómögulega skrifað undir það. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna sagði Selenskí vera skammsýnan og að ríkisstjórn Trumps hefði veitt Úkraínumönnum frábært tækifæri. Samkomulagið um aðgang að auðlindum Úkraínu myndi endurgreiða bandarískum skattgreiðendum fyrir aðstoðina handa Úkraínumönnum og stækka hagkerfi Úkraínu. Hann sagði einnig að Hvíta húsið teldi að bindandi efnahagssamband Úkraínu og Bandaríkjanna væri besta öryggistryggingin gegn árásum í framtíðinni. „Bandaríkin átta sig á því, Rússar átta sig á því og Úkraínumenn verða einni að átta sig á því,“ sagði Brian Huges. Úkraínumenn eru sagðir vinna að gagntilboði sem kynna á fyrir Bandaríkjamönnum í næstu framtíð. We have begun working with President Trump’s team and can already see that success is attainable. Right now, the world is looking up to America as the power that has the ability to not only stop the war but also help ensure the reliability of peace afterward.Ahead of the Munich…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 15, 2025 Funda með Rússum í Sádi-Arabíu Bandarískir og rússneskir erindrekar munu koma saman í Sádi-Arabíu á dögunum þar sem markmiðið á að vera að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. Selenskí segir að Úkraínumönnum hafi ekki verið boðið sæti við samningaborðið og að þeir myndu ekki sætta sig við samkomulag sem þeir hefðu ekki tekið þátt í að semja. Ráðamenn í Evrópu hafa slegið á svipaða strengi undanfarna daga. Reuters hefur eftir bandarískum erindreka að viðræðunum í Sádi-Arabíu eigi að vera ætlað að koma á fundi milli Trumps, Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og Selenskís. Margvíslegar yfirlýsingar frá Trump-liðum varðandi Úkraínu og Evrópu í heild sinni undanfarna daga hafa vakið töluverðar áhyggjur í höfuðborgum Evrópu. Sökum þessa ætla margir af leiðtogum Evrópu að funda sérstaklega í París á morgun, þar sem ræða á sérstaklega Bandaríkin og Evrópu. Sjá einnig: Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Selenskí notaði ræðu sína í Münich í gær til að kalla eftir myndun sameiginlegs evrópsks herafla. Hvatti hann leiðtoga heimsálfunnar til að taka eigin framtíð í sínar hendur. Ekki væri hægt að treysta því að Bandaríkjamenn myndu hafa hag Evrópu í huga. Hann sagði Evrópu þurfa að vaxa ásmegin svo Bandaríkjamenn teldu sig hafa hag af því að styðja heimsálfuna. Það gæti Evrópa eingöngu gert í sameiningu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Hernaður Rússland Vladimír Pútín Sádi-Arabía Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Meðal annars hafi það ekki innihaldið neinskonar öryggistryggingar handa Úkraínumönnum í skiptum fyrir auðlindirnar. Fram kemur í frétt AP að samkomulagið hafi fjallað um að Bandaríkjamenn fengju aðgang að svokölluðum sjaldgæfum málmum í Úkraínu sem greiðslu fyrir þann hernaðarstuðning sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá ríkisstjórn Joes Biden og fyrir mögulega aðstoð í framtíðinni, samkvæmt úkraínskum embættismönnum. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum bandarískum embættismanni að þar á bæ sé ákvörðun Selenskís að skrifa ekki undir samninginn lýst sem „skammsýnni“. Talið er að í Úkraínu megi finna umfangsmikið magn svokallaðra sjaldgæfra málma en þeir eru mikilvægir þegar kemur að framleiðslu allskonar nútímatækni og raftækja, auk hergagna. Þess vegna hafa þessir málmar orðið sífellt mikilvægari á undanförnum árum og hafa stórveldi heimsins, eins og Bandaríkin, gjóað augum sínum til Grænlands. Kínverjar eru með gífurlegt forskot á heimsvísu þegar kemur að greftri og vinnslu sjaldgæfra málma en vinnslan hefur dregist verulega saman í Bandaríkjunum á undanförnum áratugum. Sérfræðingar telja Kína með allt að níutíu prósenta markaðshlutdeild á þessu sviði, heilt yfir, en í tilteknum málmum eru Kínverjar nánast þeir einu sem vinna þá. Í grein New York Times segir að samkomulagið hefði fært helming sjaldgæfra málma sem talið er að finna megi í Úkraínu í hendur Bandaríkjamanna, auk úrans og annarra auðlinda. Vill öryggistryggingar Selenskí hefur sagt að hann vilji að samningar um vinnslu þessara auðlinda í Úkraínu feli í sér einhverskonar öryggistryggingar sem ætlað er að koma í veg fyrir aðra innrás frá Rússum í framtíðinni, eftir að núverandi stríði lýkur. Undir lok Kalda stríðsins létu Úkraínumenn kjarnorkuvopn sem voru þar í landi af hendi til Rússlands og var það í skiptum fyrir samkomulag um að Rússar viðurkenndu fullveldi Úkraínu og hétu þess að virða landamæri ríkisins. Bretar og Bandaríkjamenn skrifuðu einnig undir samkomulagið og hétu þeir því að verja fullveldi Úkraínu. Scott Bassent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sýndi Selenskí samkomulagið þegar hann fór til Úkraínu í vikunni og þá ræddi JD Vance, varaforseti, það við forsetann þegar þeir funduðu í München á dögunum. Í samtali við AP vildi Selenskí ekki fara nánar út í af hverju hann hefði ekki viljað skrifa undir plaggið. Einn heimildarmanna fréttaveitunnar frá Úkraínu sagði þó að samningurinn hefði í raun falið í sér að gera Úkraínu að nýlendu og Selenskí gæti ómögulega skrifað undir það. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna sagði Selenskí vera skammsýnan og að ríkisstjórn Trumps hefði veitt Úkraínumönnum frábært tækifæri. Samkomulagið um aðgang að auðlindum Úkraínu myndi endurgreiða bandarískum skattgreiðendum fyrir aðstoðina handa Úkraínumönnum og stækka hagkerfi Úkraínu. Hann sagði einnig að Hvíta húsið teldi að bindandi efnahagssamband Úkraínu og Bandaríkjanna væri besta öryggistryggingin gegn árásum í framtíðinni. „Bandaríkin átta sig á því, Rússar átta sig á því og Úkraínumenn verða einni að átta sig á því,“ sagði Brian Huges. Úkraínumenn eru sagðir vinna að gagntilboði sem kynna á fyrir Bandaríkjamönnum í næstu framtíð. We have begun working with President Trump’s team and can already see that success is attainable. Right now, the world is looking up to America as the power that has the ability to not only stop the war but also help ensure the reliability of peace afterward.Ahead of the Munich…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 15, 2025 Funda með Rússum í Sádi-Arabíu Bandarískir og rússneskir erindrekar munu koma saman í Sádi-Arabíu á dögunum þar sem markmiðið á að vera að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu. Selenskí segir að Úkraínumönnum hafi ekki verið boðið sæti við samningaborðið og að þeir myndu ekki sætta sig við samkomulag sem þeir hefðu ekki tekið þátt í að semja. Ráðamenn í Evrópu hafa slegið á svipaða strengi undanfarna daga. Reuters hefur eftir bandarískum erindreka að viðræðunum í Sádi-Arabíu eigi að vera ætlað að koma á fundi milli Trumps, Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og Selenskís. Margvíslegar yfirlýsingar frá Trump-liðum varðandi Úkraínu og Evrópu í heild sinni undanfarna daga hafa vakið töluverðar áhyggjur í höfuðborgum Evrópu. Sökum þessa ætla margir af leiðtogum Evrópu að funda sérstaklega í París á morgun, þar sem ræða á sérstaklega Bandaríkin og Evrópu. Sjá einnig: Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Selenskí notaði ræðu sína í Münich í gær til að kalla eftir myndun sameiginlegs evrópsks herafla. Hvatti hann leiðtoga heimsálfunnar til að taka eigin framtíð í sínar hendur. Ekki væri hægt að treysta því að Bandaríkjamenn myndu hafa hag Evrópu í huga. Hann sagði Evrópu þurfa að vaxa ásmegin svo Bandaríkjamenn teldu sig hafa hag af því að styðja heimsálfuna. Það gæti Evrópa eingöngu gert í sameiningu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Hernaður Rússland Vladimír Pútín Sádi-Arabía Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira