Veður

Hætt við fljúgandi hálku

Árni Sæberg skrifar
Á morgun má búast við fljúgandi hálku í Hvalfirði, sem er nálægt Kollafirði. Þar var hálka þegar ljlósmyndari Vísis var á ferðinni.
Á morgun má búast við fljúgandi hálku í Hvalfirði, sem er nálægt Kollafirði. Þar var hálka þegar ljlósmyndari Vísis var á ferðinni. Vísir/Vilhelm

Búast má við fljúgandi hálku í fyrramálið, einkum í Borgarfirði, Hvalfirði og í uppsveitum Suðurlands.

Í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar, segir að kalt verði í nótt en með mildara lofti en undanfarið, sem kemur rólega úr vestri inn yfir suðvestanvert landið.

Þá skapist aðstæður fyrir staðbundna frostrigningu á milli 07 og 11 í fyrramálið. Þá verði hætt við fljúgandi hálku, einkum í Borgarfirði, Hvalfirði og í uppsveitum Suðurlands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×