Umferðaröryggi

Fréttamynd

„Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum“

Fram­kvæmda­stjóri rútu­fyrir­tækisins SBA - Norðurleið segir eftir­lit með því hverjir mega aka rútum hér á landi ekki vera á­bóta­vant. Hann segir mál rútu­bíl­stjóra sem ók rútu á þann hátt um helgina að far­þegar þurftu á­falla­hjálp hafa verið af­greitt. Fram­kvæmda­stjóri Ferða­fé­lags Ís­lands segir mikil­vægt að lær­dómur sé dreginn af málinu, það sé litið alvarlegum augum, þó ferða­fé­lagið sjálft beri ekki á­byrgð á akstrinum.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk var farið að öskra“

Að­standandi far­þega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Land­manna­lauga og Reykja­víkur með far­þega frá Ferða­fé­lagi Ís­lands, vill að stjórn­völd skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Far­þegar hafi verið í á­falli vegna slæms aksturs­lags rútu­bíl­stjórans. Hann segir far­þegum hafa verið boðin á­falla­hjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta.

Innlent
Fréttamynd

„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans

Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Á raf­hlaupa­hjóli á níu­tíu á Sæ­braut

Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg

Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur.

Innlent
Fréttamynd

Sá þriðji hékk á skafti raf­hlaupa­hjólsins

Krakkar á raf­hlaupa­hjóli frá Hopp á horni Hofs­valla­götu og Hring­brautar í vestur­bæ Reykja­víkur vöktu mikla at­hygli í gærkvöldi. Krakkarnir voru þrír á einu hjóli, tveir stóðu og hékk sá þriðji á skafti hjólsins. Fram­kvæmda­stjóri Hopp hvetur for­eldra til að ræða við börn sín um notkun hjólanna.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa eftir manni sem keyrði á kú og stakk af

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir ökumanni sem keyrði á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan hálf fjögur í dag. Bíll ökumannsins var hvítur en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi og vel­líðan í upp­hafi skóla­árs

Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa

Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Á­standið ekki nógu gott við grunn­skóla

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu segir ó­hætt að segja að á­stand um­ferðar við grunn­skóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í til­kynningu þar sem lög­reglan segist vera við um­ferðar­eftir­lit þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

„Kross­brá“ þegar krafa Isavia barst í sumar

Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg hafi eitt ár til að fella skóginn

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum.

Innlent
Fréttamynd

Stutt á milli feigs og ó­feigs í um­ferðinni á Sel­tjarnar­nesi

Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósa­gatna­mót Sel­tjarnar­ness á föstu­dag þar sem Suður­strönd og Nes­vegur mætast. Íbúi sem varð vitni að at­vikinu segir of al­gengt að öku­menn keyri hraðar en tak­markanir leyfi á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Líta aksturinn alvarlegum augum

Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag.

Innlent
Fréttamynd

Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu

Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Vonast til að geta skemmt sér eitt­hvað líka

Að venju leggja fjölmargir Íslendingar land undir fót þessa stærstu ferðahelgi ársins og hefur umferð í gegnum Selfoss borið þess merki. Töluverður fjöldi ökumanna fór yfir Ölfusárbrú á sjöunda tímanum í kvöld og hefur umferðin þar almennt gengið vel í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan hefur ekki yfir neinu að kvarta

Umferðin var heldur farin að þéttast út úr höfuðborginni nú síðdegis, en gengur vel að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sú stóra er framundan

Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli.

Skoðun
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.