Veður

Hvessir aftur þegar líður á daginn

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda framan af degi en að hvessi svo aftur þegar líður á daginn. Gera má ráð fyrir hvassviðri norðvestantil, en annars víða strekkings vindi.

Veður

Slær sums staðar í storm norð­vestan­til

Veðurstofan spáir hvassri suðvestanátt og að sums staðar slái í storm þar sem hvassast verður á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á norðanvestanverðu og norðanverðu landinu fram á kvöld.

Veður

Lægð yfir landinu og gul við­vörun á Breiða­firði

Lægð stödd fyrir vestan okkur og úrkomusvæði frá henni fer yfir landið í dag með sunnan strekkingi. Í hugleiðingum veðurfræðings spáir mjög hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og hefur verið gefin út gul viðvörun vegna þess. Viðvörunin er í gildi frá klukkan átta til 15 í dag. Hiti verður líklega á bilinu 8 til 16 stig og verður hlýjast norðaustantil.

Veður

Bjartur dagur sunnan­til og hiti að sex­tán stigum

Útlit er fyrir norðvestanátt á landinu í dag með vindhraða víða á bilinu fimm til tíu metra á sekúndu. Norðantil má búast við dálítilli vætu fram eftir degi en sunnan Heiða ætti að létta til og því bjartur dagur í vændum á þeim slóðum með allt að sextán stiga hita þegar best lætur syðst á landinu.

Veður

Veður­stofan varar veg­far­endur við vatnsflaumi

Veðurfræðingur Veðurstofunnar varar við talsverðri eða mikilli rigningu í dag og á morgun um sunnan- og vestanvert landið. Gera megi gera ráð fyrir talsverðum vatnsflaum á köflum, og að vöð á sunnanverðu hálendinu verði torfær.

Veður

Lægð suð­vestur af landinu og á leið austur

Minniháttar hæðarhryggur er nú yfir landinu og eru því víða hægir vindar og verður bjart með köflum. Suðvestur af landinu er hins vegar dálítil lægð á hreyfingu austur sem mun valda austanstrekkingi og smá rigningu við suðurströndina.

Veður

Veður með ró­legasta móti

Hæðarhryggur þokast nú norðaustur yfir landið og er gert ráð fyrir að veður verði með rólegasta móti í dag. Spáð er fremur hægri breytilegri átt og víða þurrt og björtu, en dálítilli vætu norðaustanlands fram undir hádegi.

Veður

Vara við hættu á skriðu­föllum

Aukin hætta er á skriðuföllum á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum fram á laugardag. Spáð er mikilli uppsafnaðri úrkomu á norðanverðu landinu dagana 22. til 24. ágúst.

Veður

Enn bætast gular við­varanir og þær nú orðnar fimm

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18.

Veður

Vind­hviður gætu náð allt að 35 m/sek

Í dag má reikna með hvössum vindi með suðurströndinni. Vinhviður gætu náð 30-35 m/sek í Mýrdal og undir Eyjafjöllum um og upp úr hádegi. Sama gildir um Öræfi skammt austan Skaftafells.

Veður

Létt­skýjað og allt að fimm­tán stig á Suður- og Vestur­landi

Í dag er útlit fyrir norðlæga golu á landinu, en ákveðnari vindur austast. Dálítil rigning norðaustantil og svalt á þeim slóðum. Það verður yfirleitt léttskýjað og fallegt veður á Suður- og Vesturlandi með hita að 15 stigum þegar best lætur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Veður

Kulda­kastinu muni fylgja tölu­verð úr­koma

Sjaldséð snjókoma er í kortunum í fjöllum Norðanlands á morgun. Veðurfræðingar telja nokkuð ljóst að úr þessari spá rætist. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir allt eðlilegt í íslensku veðurfari en viðurkennir þó að það sé frekar óvanalegt að fá svona kuldakast í ágúst. Rætt var við Harald í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Veður

„Ekki sést á þessari öld“

Veðurspákort fyrir morgundaginn eru landanum ekki náðug eins og svo oft áður þetta rigningarsumar. Hins vegar er það ekki rigning sem búist er við á morgun. Spáð er slyddu og snjókomu á morgun vestantil á Norðurlandi og á Hornströndum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir svona spá ekki hafa sést á þessum árstíma á þessari öld.

Veður

Víða bjart og fal­legt sunnan­lands í dag

Létta á til sunnanlands með morgninum og víða er spáð björtu og fallegu veðri þar. Á norðanverðu landinu er spáð norðvestan- og norðangolu eða kalda og rigningu eða súld með köflum. Snjóað gæti í fjöll fyrir norðan á sunnudag.

Veður

Lægð yfir landinu og skúradembur norðan- og austan­til

Alldjúp og hægfara lægð er nú yfir norðanverðu landinu. Henni fylgir vestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og rigning víða um land. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar segir að það dragi úr vætu norðvestantil þegar líður á daginn.

Veður

Lægð nálgast landið úr suð­vestri

Lægð nálgast landið úr suðvestri nú í morgunsárið. Það gengur í austan- og suðaustankalda með rigningu sunnanlands, en dregur úr vindi síðdegis. Yfirleitt hægari og bjart með köflum fyrir norðan, en dálítil væta seinnipartinn.

Veður