Færð á vegum Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi. Innlent 31.10.2025 12:06 Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Gottlieb Konráðsson, Gotti mokari, segir betur þurfa að skipuleggja snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að of mikið salt sé notað á göturnar á meðan snjói. Það eigi að geyma það þar til enginn skafrenningur er og snjókoma. Þannig virki saltið best. Gottlieb var til viðtals um snjómokstur í Bítinu á Bylgjunni. Hann mokar til dæmis á Hellisheiðinni. Innlent 31.10.2025 08:58 „Því miður er verklagið þannig“ Skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands Reykjavíkurborgar, sem er sá hluti embættismannakerfis borgarinnar sem annast snjómokstur, segist reikna með því að mokstri ljúki og götur borgarinnar verði færar seinni partinn á morgun. Þá taki ekki viðaminna verkefni hins vegar við þegar hlýnar í veðri. Innlent 30.10.2025 23:10 Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. Innlent 30.10.2025 21:30 Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Áttræð hjón hafa verið föst heima hjá sér í rúma þrjá sólarhringa þar sem gatan var ekki mokuð við heimili þeirra. Þau eru ósátt við hvernig staðið var að snjómokstri og segja fá svör að fá frá borginni. Innlent 30.10.2025 19:32 „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Búast má við miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu í dag, og strætisvagnar eru víða ekki á áætlun. Gular viðvaranir eru í kortunum og veðurfræðingur á von á mikilli hálku á morgun, þegar snjó tekur að leysa. Veður 30.10.2025 11:50 Reikna með flughálum vegum Það mun hlýna í nótt og á morgun og um tíma verða margir vegir flughálir þegar blotnar í þjöppuðum snjónum. Reiknað er með að hláni strax í kvöld suðaustanlands. Innlent 30.10.2025 08:43 „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. Innlent 29.10.2025 18:50 Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir stöðuna enn erfiða í umferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lögreglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á vanbúnum bílum í gær. Innlent 29.10.2025 08:41 Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. Innlent 29.10.2025 07:51 Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Innlent 29.10.2025 06:28 Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Snjónum hefur kyngt niður í dag og stefndi lengi vel í að snjóstormur myndi ríða yfir í kvöld. Ekkert virðist ætla að verða af storminum en færðin er áfram illfær. Hvað er þá betra en að horfa á fólk sem innilokað vegna snjóstorms? Bíó og sjónvarp 28.10.2025 18:00 Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. Veður 28.10.2025 13:58 Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó G. Pétur Matthíasson, upplýsingfulltrúi Vegagerðarinnar, segir að vel hafi gengið í morgun að ryðja götur og það hjálpi til að snjórinn sé blautur. Veður 28.10.2025 09:13 Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun tók gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og fólk hvatt til að halda sig heima. Veður 28.10.2025 08:30 Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Nokkuð er um að bílar hafi farið út af Reykjanesbraut í morgun, en snjó hefur kyngt niður á suðvesturhluta landsins í nótt. Innlent 28.10.2025 07:21 Snjókoman rétt að byrja Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur og gular viðvaranir vegna snjókomunnar taka gildi síðar í dag. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að snjóað hafi síðan í gærkvöldi á suðvesturhorninu og nokkurra sentímetra snjólag liggi nú yfir. Innlent 28.10.2025 06:48 Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað. Innlent 22.10.2025 13:17 Varað við hálku á Hellisheiði Lögreglan á Suðurlandi varar við aðstæðum á Hellisheiði en þar er þoka á hluta leiðarinnar og talsverð hálka þegar komið er úr þokunni. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á veginum það sem af er degi. Innlent 18.10.2025 12:14 Hæg breytileg átt og dálítil væta Hæð er yfir bæði Grænlandi og Bretlandi og milli þeirra er hæðarhryggur, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Hann segir að líkt og gjarnan fylgi háum loftþrýstingi sé hægur vindur á landinu en suðvestan fimm til tíu metrar á sekúndu á bæði Vestfjörðum og Ströndum. Vestan- og sunnanlands blási röku lofti af hafi og því verður skýjað og víða súld þar, en norðan- og austantil er að mestu leyti léttskýjað. Veður 16.10.2025 08:19 Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Í dag gengur í suðvestan 10 til 18 metra á sekúndu um norðanvert landið en vindur verður mun hægari sunnan heiða samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Það má samkvæmt hugleiðingum búast við þokusúld eða rigningu, einkum vestanlands, en það verður þurrt og bjart austantil á landinu. Hiti verður líklega á bilinu átta til 16 stig, hlýjast eystra. Veður 14.10.2025 07:24 Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Grunn lægð fer austur fyrir norðan land í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar fylgir henni ákveðin vestlæg átt og rigning. Búast má við dálítilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi seinnipartinn. Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig síðdegis. Veður 21.9.2025 07:29 Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Í dag er norðanáttin gengin niður á Vesturlandi, en annars staðar er víða kaldi og sums staðar allhvassir eða hvassir vindstrengir. Til dæmis undir Vatnajökli og á sunnanverðum Austfjörðum. Veður 20.9.2025 07:13 Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Mikið hefur rignt að Fjallabaki síðastliðinn sólarhring og ár og vötn bólgnað í miklum vatnavöxtum í kjölfar rigningarinnar. Innlent 26.8.2025 09:41 Rigning eða súld um landið allt Í dag verður suðvestlæg eða breytileg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, hvassast við suðurströndina. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að grunn smálægð komi til landsins skammt norður af Húnaflóa. Það verður dálítil rigning eða súld um landið vestanvert og síðdegisskúrir austantil. Hiti verður á bilinu sjö til 16 stig, hlýjast fyrir austan. Veður 18.6.2025 06:43 Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna skriðuhættu og vatnavaxta á norðan- og austanverðu landinu. Grjóthrun varð á Siglufjarðarvegi í kvöld og lítil skriða féll í Neskaupstað. Enn er gul viðvörun í gangi á stórum hluta landsins. Veður 3.6.2025 23:14 Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fór yfir veðrið í dag og næstu daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir það fyrst og fremst hafa vakið athygli sína hversu víðtækt veðrið var og að það hafi náð til landsins alls. Hann segir það versta yfirstaðið. Veður 3.6.2025 19:35 Rigning í dag og svo von á júníhreti Í dag færist regnsvæði yfir landið úr vestri og búast má við rigningu af og til í flestum landshlutum. Hvergi er þó búist við mikilli úrkomu. Vindur verður áfram fremur hægur og áttin vestlæg eða breytileg. Hiti verður á bilinu sex til 13 stig. Síðar í vikunni stefnir í júníhret og er búið að gefa út gular viðvaranir vegna þess. Veður 1.6.2025 07:34 Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur Í dag verður áfram hæg og breytileg átt og víða bjartviðri, en suðlæg átt átta til fimmtán metrar á sekúndu suðvestan- og vestanlands og skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 13 til 23 stig, hlýjast verður væntanlega áfram á Norður- og Austurlandi, um 23-24 stig þar sem best lætur. Veður 15.5.2025 08:16 Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Vegagerðin varar við bikblæðingum á Bröttubrekku í Dalabyggð nú í kvöld. Innlent 14.5.2025 23:18 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 11 ›
Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi. Innlent 31.10.2025 12:06
Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Gottlieb Konráðsson, Gotti mokari, segir betur þurfa að skipuleggja snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að of mikið salt sé notað á göturnar á meðan snjói. Það eigi að geyma það þar til enginn skafrenningur er og snjókoma. Þannig virki saltið best. Gottlieb var til viðtals um snjómokstur í Bítinu á Bylgjunni. Hann mokar til dæmis á Hellisheiðinni. Innlent 31.10.2025 08:58
„Því miður er verklagið þannig“ Skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands Reykjavíkurborgar, sem er sá hluti embættismannakerfis borgarinnar sem annast snjómokstur, segist reikna með því að mokstri ljúki og götur borgarinnar verði færar seinni partinn á morgun. Þá taki ekki viðaminna verkefni hins vegar við þegar hlýnar í veðri. Innlent 30.10.2025 23:10
Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. Innlent 30.10.2025 21:30
Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Áttræð hjón hafa verið föst heima hjá sér í rúma þrjá sólarhringa þar sem gatan var ekki mokuð við heimili þeirra. Þau eru ósátt við hvernig staðið var að snjómokstri og segja fá svör að fá frá borginni. Innlent 30.10.2025 19:32
„Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Búast má við miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu í dag, og strætisvagnar eru víða ekki á áætlun. Gular viðvaranir eru í kortunum og veðurfræðingur á von á mikilli hálku á morgun, þegar snjó tekur að leysa. Veður 30.10.2025 11:50
Reikna með flughálum vegum Það mun hlýna í nótt og á morgun og um tíma verða margir vegir flughálir þegar blotnar í þjöppuðum snjónum. Reiknað er með að hláni strax í kvöld suðaustanlands. Innlent 30.10.2025 08:43
„Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. Innlent 29.10.2025 18:50
Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir stöðuna enn erfiða í umferðinni. Sjálfur fór hann út klukkan sjö í morgun. Hann segir lögreglu svekkta í gær að sjá hversu margir fóru út á vanbúnum bílum í gær. Innlent 29.10.2025 08:41
Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Snjómoksturstæki hafa unnið að mokstri í alla nótt en þrátt fyrir það er færðin enn nokkuð þung og má búast við að umferðin gangi hægt framan af morgni. Innlent 29.10.2025 07:51
Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Innlent 29.10.2025 06:28
Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Snjónum hefur kyngt niður í dag og stefndi lengi vel í að snjóstormur myndi ríða yfir í kvöld. Ekkert virðist ætla að verða af storminum en færðin er áfram illfær. Hvað er þá betra en að horfa á fólk sem innilokað vegna snjóstorms? Bíó og sjónvarp 28.10.2025 18:00
Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. Veður 28.10.2025 13:58
Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó G. Pétur Matthíasson, upplýsingfulltrúi Vegagerðarinnar, segir að vel hafi gengið í morgun að ryðja götur og það hjálpi til að snjórinn sé blautur. Veður 28.10.2025 09:13
Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun tók gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og fólk hvatt til að halda sig heima. Veður 28.10.2025 08:30
Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Nokkuð er um að bílar hafi farið út af Reykjanesbraut í morgun, en snjó hefur kyngt niður á suðvesturhluta landsins í nótt. Innlent 28.10.2025 07:21
Snjókoman rétt að byrja Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur og gular viðvaranir vegna snjókomunnar taka gildi síðar í dag. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að snjóað hafi síðan í gærkvöldi á suðvesturhorninu og nokkurra sentímetra snjólag liggi nú yfir. Innlent 28.10.2025 06:48
Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað. Innlent 22.10.2025 13:17
Varað við hálku á Hellisheiði Lögreglan á Suðurlandi varar við aðstæðum á Hellisheiði en þar er þoka á hluta leiðarinnar og talsverð hálka þegar komið er úr þokunni. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á veginum það sem af er degi. Innlent 18.10.2025 12:14
Hæg breytileg átt og dálítil væta Hæð er yfir bæði Grænlandi og Bretlandi og milli þeirra er hæðarhryggur, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Hann segir að líkt og gjarnan fylgi háum loftþrýstingi sé hægur vindur á landinu en suðvestan fimm til tíu metrar á sekúndu á bæði Vestfjörðum og Ströndum. Vestan- og sunnanlands blási röku lofti af hafi og því verður skýjað og víða súld þar, en norðan- og austantil er að mestu leyti léttskýjað. Veður 16.10.2025 08:19
Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Í dag gengur í suðvestan 10 til 18 metra á sekúndu um norðanvert landið en vindur verður mun hægari sunnan heiða samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Það má samkvæmt hugleiðingum búast við þokusúld eða rigningu, einkum vestanlands, en það verður þurrt og bjart austantil á landinu. Hiti verður líklega á bilinu átta til 16 stig, hlýjast eystra. Veður 14.10.2025 07:24
Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Grunn lægð fer austur fyrir norðan land í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar fylgir henni ákveðin vestlæg átt og rigning. Búast má við dálítilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi seinnipartinn. Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig síðdegis. Veður 21.9.2025 07:29
Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Í dag er norðanáttin gengin niður á Vesturlandi, en annars staðar er víða kaldi og sums staðar allhvassir eða hvassir vindstrengir. Til dæmis undir Vatnajökli og á sunnanverðum Austfjörðum. Veður 20.9.2025 07:13
Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Mikið hefur rignt að Fjallabaki síðastliðinn sólarhring og ár og vötn bólgnað í miklum vatnavöxtum í kjölfar rigningarinnar. Innlent 26.8.2025 09:41
Rigning eða súld um landið allt Í dag verður suðvestlæg eða breytileg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, hvassast við suðurströndina. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að grunn smálægð komi til landsins skammt norður af Húnaflóa. Það verður dálítil rigning eða súld um landið vestanvert og síðdegisskúrir austantil. Hiti verður á bilinu sjö til 16 stig, hlýjast fyrir austan. Veður 18.6.2025 06:43
Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna skriðuhættu og vatnavaxta á norðan- og austanverðu landinu. Grjóthrun varð á Siglufjarðarvegi í kvöld og lítil skriða féll í Neskaupstað. Enn er gul viðvörun í gangi á stórum hluta landsins. Veður 3.6.2025 23:14
Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fór yfir veðrið í dag og næstu daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir það fyrst og fremst hafa vakið athygli sína hversu víðtækt veðrið var og að það hafi náð til landsins alls. Hann segir það versta yfirstaðið. Veður 3.6.2025 19:35
Rigning í dag og svo von á júníhreti Í dag færist regnsvæði yfir landið úr vestri og búast má við rigningu af og til í flestum landshlutum. Hvergi er þó búist við mikilli úrkomu. Vindur verður áfram fremur hægur og áttin vestlæg eða breytileg. Hiti verður á bilinu sex til 13 stig. Síðar í vikunni stefnir í júníhret og er búið að gefa út gular viðvaranir vegna þess. Veður 1.6.2025 07:34
Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur Í dag verður áfram hæg og breytileg átt og víða bjartviðri, en suðlæg átt átta til fimmtán metrar á sekúndu suðvestan- og vestanlands og skýjað með köflum. Hiti verður á bilinu 13 til 23 stig, hlýjast verður væntanlega áfram á Norður- og Austurlandi, um 23-24 stig þar sem best lætur. Veður 15.5.2025 08:16
Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Vegagerðin varar við bikblæðingum á Bröttubrekku í Dalabyggð nú í kvöld. Innlent 14.5.2025 23:18