Enski boltinn

Zinchenko orðinn Skytta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasti leikmaður Arsenal.
Nýjasti leikmaður Arsenal. EPA-EFE/Peter Powell

Arsenal hefur staðfest komu Oleksandr Zinchenko. Hinn fjölhæfi Úkraínumaður kemur frá Englandsmeisturum Manchester City og kostar Skytturnar rúmlega 30 milljónir punda.

Vistaskiptin hafa legið lengi í loftinu enda Vísir fjallað nær daglega um möguleg félagaskipti hins 25 ára gamla Zinchenko. 

Nú eru þau loks orðin að veruleika. Alls varð Úkraínumaðurinn fjórum sinnum Englandsmeistari með Man City en hann hefur hins vegar nær alltaf verið í aukahlutverki í Manchester-borg.

Zinchenko er nú mættur til Lundúna þar sem honum er ætlað stórt hlutverk í ungu og spennandi liði Arsenal. Hann er fimmti leikmaðurinn sem gengur í raðir Skyttanna í sumar, hinir fimm eru Gabriel Jesus, Marquinhos, Matt Turner og Fabio Vieira. 

Arsenal opnar ensku úrvalsdeildina þann 5. ágúst er liðið mætir Crystal Palace á útivelli. 


Tengdar fréttir

Pep staðfestir að Zinchenko sé á leið til Arsenal

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur staðfest að Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko sé á leið til Arsenal. Zinchenko verður því annar leikmaðurinn sem Arsenal kaupir af City í sumar.

Zinchen­ko á leiðinni til Arsenal

Skytturnar halda áfram að kaupa varamenn af Englandsmeisturum Manchester City. Næstur inn er hinn fjölhæfi Oleksandr Zinchenko. Hann mun kosta 30 milljónir punda en heildarkaupverðið gæti numið 32 milljónum þegar fram líða stundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×