Enski boltinn

Zinchen­ko færir sig á milli æfinga­búða í Banda­ríkjunum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Oleksandr Zinchenko er á leið til Arsenal frá Manchester City. 
Oleksandr Zinchenko er á leið til Arsenal frá Manchester City.  Vísir/Getty

Oleksandr Zinchenko er á leið frá æfingabúðum Manchester City til Arsenal en bæði lið búa sig undir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla á bandarískri grundu þessa dagana.

Oleksandr Zinchenko er á leið frá æfingabúðum Manchester City til Arsenal en bæði lið búa sig undir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla á bandarískri grundu þessa dagana. 

Arsenal hefur samþykkt að greiða 32 milljónir punda fyrir úkraínska landsliðsmanninn sem hefur orðið enskur meistari fjórum sinnum á þeim sex tímabilum sem hann hefur leikið með Manchester City. 

Zinchenko spilaði hins vegar einungis 15 deildarleik á síðustu leiktíð og sér fram á meira hlutverki hjá fyrrverandi þjálfara sínum hjá Manchester City Mikel Arteta sem stýrir nú Arsenal.  

Þessi 25 ára gamli leikmaður getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðjumaður.

Komist Zinchenko klakklaust í gegnum læknisskoðun hjá Arsenal verður hann annar leikmaðurinn sem kemur til félagsins frá Manchester City í sumar en áður hafði Gabriel Jesus fært sig um set á milli félaganna.  

Auk Jesus hefur Arsenal einnig bætt Marquinhos, Matt Turner og Fabio Vieira við leikmannahóp sinn í sumar.

Manchester City hyggst fylla skarð Zinchenko með því að fá til liðs við sig spænska vinstri bakvörðinn Marc Cucurella sem lék vel með Brighton á síðasta keppnistímabili. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×