Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir hitann á HM hættu­legan

Veðrið hefur leikið alltof stórt hlutverk á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum í sumar þar sem ítrekað hefur þurft að fresta leikjum og nú er hitinn svo mikill að liðin eiga erfitt með að æfa.

Fótbolti
Fréttamynd

Belgar kveðja EM með sigri

Elísabet Gunnarsdóttir stýrði belgíska landsliðinu til sigurs gegn Portúgal í lokaleik B-riðilsins á Evrópumótinu í Sviss í kvöld í dramatískum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfinga­leik Liverpool

Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool spilar á útivelli gegn Preston North End næsta sunnudag, fyrsta æfingaleik undirbúningstímabilsins og fyrsta leikinn eftir óvænt andlát Diogo Jota og bróður hans, André Silva. Bræðurnir verða heiðraðir af báðum liðum fyrir leik og á meðan honum stendur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ísak Snær lánaður til Lyngby

Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið lánaður til danska félagsins Lyngby frá norska félaginu Rosenborg og mun spila með liðinu í næstefstu deild Danmerkur út næsta tímabil. Kaupmöguleiki fylgir lánssamningnum.

Fótbolti