Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Varnar­leikurinn er bara stór­slys“

Lið Liverpool varð um helgina fyrsta Englandsmeistaraliðið í sögunni sem tapar fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla, segir margt mega betur fara hjá liðinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mark úr horni, klippa Eze og pung­högg Haalands

Það gekk mikið á í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar Arsenal jók forskot sitt á toppnum. Mark var dæmt af Erling Haaland sem fékk um leið högg í punginn en Tottenham skoraði þrjú í fyrsta tapi Everton á nýja heimavellinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Aldrei meiri aldurs­munur

Tímamót urðu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar 18 ára gamli Grikkinn Charalampos Kostoulas skoraði fyrir Brighton gegn Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real vann í mögnuðum El Clásico

Real Madrid hafði betur gegn Barcelona í El Clásico í dag, 2-1, í leik sem var hreint stórkostleg skemmtun, og er nú með fimm stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig

Albert Guðmundsson skoraði úr vítaspyrnu fyrir Fiorentina í dag en það dugði ekki til að koma liðinu úr fallsæti í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Niðustaðan varð 2-2 jafntefli í dramatískum leik við Bologna.

Fótbolti