Fótbolti

Fréttamynd

Albert komst ekki á blað gegn Lazio

Albert Guðmundsson spilaði allar 90 mínúturnar þegar Genoa tapaði 0-1 gegn Lazio á heimavelli sínum, Stadio Luigi Ferraris-vellinum. Eina mark leiksins skoraði Luis Alberto á 67. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þurfum á öllum að halda fyrir loka á­hlaup í deildinni“

„Fyrst af öllu vil ég hrósa Atalanta. Við vorum slakir í síðustu viku og þeir spiluðu vel. Atalanta átti skilið að fara áfram því við gerðum hlutina alltof erfiða fyrir okkur,“ sagði Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Róm­verjar svífa um á bleiku skýi De Rossi

Daniele de Rossi hélt upp á nýjan samning sinn við Roma með því að leggja AC Milan að velli 2-1 í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Vann Roma einvígið samtals 3-1. Þá er Marseille komið áfram eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Le­verku­sen neitar að tapa

Bayer Leverkusen ætlar sér greinilega að fara taplaust í gegnum leiktíðina. Liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham United í Lundúnum. Leverkusen vann fyrri leik liðanna 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir að nú sé komið að Mbappé

Rio Ferdinand, fyrrverandi varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að nú sé tími Kylian Mbappé í Meistaradeild Evrópu kominn. Lið Mbappé, París Saint-Germain, tryggði sér fyrr í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Leik­maður Bayern á tíma­mótum eftir að Le­verku­sen varð meistari

Franski vængmaðurinn Kingsley Coman er þessa dagana að ganga í gegnum eitthvað sem hann hefur aldrei þurft að glíma við á annars farsælum ferli sínum. Hann stendur ekki uppi sem landsmeistari í vor, eitthvað sem hann hefur gert allar götur síðan hann hóf að leika með París Saint-Germain tímabilið 2012-13.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert skoraði af víta­punktinum í jafn­tefli

Albert Guðmundsson skoraði mark Genoa í 1-1 jafntefli liðsins við Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn af bekknum þegar Juventus tapaði fyrir Roma í uppgjöri toppliðanna í Serie A kvenna megin.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hann hlýtur að hafa skemmt sér konung­lega“

Það var létt yfir Jóni Þóri Haukssyni, þjálfara ÍA, eftir stórsigur Skagamanna á HK í Kórnum í dag. Leikurinn endaði 4-0 fyrir ÍA og er liðið komið þrjú stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla en HK er enn með eitt stig eftir jafntefli í fyrstu umferð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gló­dís Perla og stöllur að stinga af

Bayern München vann öruggan 5-1 sigur á Duisburg í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Bayern á meðan Ingibjörg Sigurðardóttir var í miðri vörn Duisbug.

Fótbolti