„Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Samantha Smith, ein allra besta knattspyrnukona hér á landi síðustu ár, hefur nú kvatt landið en kveðst að eilífu verða þakklát fyrir tíma sinn hér. Íslenski boltinn 7.12.2025 22:22
Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Real Madrid varð að sætta sig við 2-0 tap á heimavelli gegn Celta Vigo í kvöld og er fjórum stigum á eftir Barcelona á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta. Fótbolti 7.12.2025 22:09
Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Danski framherjinn Rasmus Höjlund skoraði bæði mörk Napoli þegar liðið komst á topp ítölsku A-deildarinnar í fótbolta í kvöld með 2-1 sigri gegn Juventus. Fótbolti 7.12.2025 21:58
Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Upp úr sauð eftir leik Bristol City og Millwall í ensku B-deildinni í gær. Ósætti var milli þjálfara liðanna og úr urðu slagsmál milli leikmanna og starfsfólks. Enski boltinn 7. desember 2025 16:33
Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Íris Ómarsdóttir skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Fiorentina á Ternana í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Íslenska landsliðskonan Katla Tryggvadóttir var í byrjunarliði þeirra fjólubláu. Fótbolti 7. desember 2025 16:02
Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Georginio Rutter tryggði Brighton stig á ögurstundu í leik liðsins við West Ham United í ensku úrvalsdeildinni síðdegis. Enski boltinn 7. desember 2025 16:02
Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. Enski boltinn 7. desember 2025 15:35
Karólína lagði upp en Hlín meiddist Hlín Eiríksdóttir fór meidd af velli í 3-0 tapi Leicester City fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 7. desember 2025 14:31
Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. Enski boltinn 7. desember 2025 13:51
Kominn með nóg og vill fara frá United Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, er sagður hafa fengið nóg af tækifæraleysi undir stjórn Rúbens Amorim og vill komast burt á láni til að spila fótbolta á nýju ári. Enski boltinn 7. desember 2025 13:17
Fyrrum eigandi Liverpool látinn Bandaríski fjárfestirinn Tom Hicks, fyrrum eigandi Liverpool á Englandi, er látinn 79 ára að aldri. Enski boltinn 7. desember 2025 11:21
„Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og þjálfari FH, segir son sinn, Ísak Bergmann Jóhannesson, vera að uppskera vegna gríðarmikillar vinnu er hann brillerar í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem og með íslenska landsliðinu. Fótbolti 7. desember 2025 11:00
Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. Enski boltinn 7. desember 2025 09:04
Útilokar ekki að koma heim „Ég er með samning út næsta tímabil en ég ætla að setjast niður með fjölskyldunni og mínu fólki og sjá hvað er best fyrir okkur og taka ákvörðun út frá því,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason sem er líklega á förum frá sænska liðinu Norrköping í Svíþjóð eftir fall liðsins úr efstu deild. Fótbolti 7. desember 2025 08:03
Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Þau vantaði ekki mörkin í enska boltanum á Sýn Sport í dag. Mörg hver skrautleg, falleg og dramatísk. Öll má þau sjá að neðan. Enski boltinn 6. desember 2025 22:16
Messi og Miami MLS-meistarar Inter Miami er MLS-meistari í fótbolta í fyrsta sinn. Liðið vann 2-1 sigur á Vancouver Whitecaps í úrslitaleik í Miami í kvöld. Fótbolti 6. desember 2025 22:02
Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. Enski boltinn 6. desember 2025 21:46
„Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ „Úff. Það er vantrúartilfinning,“ segir Arne Slot, þjálfari Liverpool, um líðan sína eftir 3-3 jafntefli við Leeds United í hreint ótrúlegum fótboltaleik á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 6. desember 2025 21:32
Hádramatík í sex marka leik Leeds United og Liverpool skildu jöfn, 3-3, í stórskemmtilegum leik á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir glutruðu niður tveggja marka forystu og fengu á sig jöfnunarmark í blálokin. Enski boltinn 6. desember 2025 19:30
Hildur á skotskónum í Barcelona Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir skoraði eitt marka Madrid CFF í 5-2 sigri á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 6. desember 2025 18:05
Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Andri Lucas Guðjohnsen var að venju í byrjunarliði Blackburn Rovers þegar liðið mætti Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni í dag. Ekki tókst að klára leik dagsins. Enski boltinn 6. desember 2025 17:02
Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Everton er komið upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, eftir fjóra sigra í síðustu fimm leikjum. Tottenham vann sinn fyrsta sigur í rúman mánuð og Newcastle skellti Burnley. Enski boltinn 6. desember 2025 17:01
Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Manchester City vann 3-0 sigur á Sunderland á Etihad-vellinum í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið er nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal. Enski boltinn 6. desember 2025 17:00
Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Chelsea varð að sætta sig við markalaust jafntefli á útivelli gegn Bournemouth í dag og er því án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 6. desember 2025 16:45