Enski boltinn

Hluta­bréf Man Utd aldrei lægri: Eig­endurnir greiða sér samt arð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það gekk lítið upp hjá Man United á síðustu leiktíð.
Það gekk lítið upp hjá Man United á síðustu leiktíð. Bryn Lennon/Getty Images

Segja má að Manchester United hafi náð því sem virðist vera botninn með frammistöðu sinni innan vallar sem utan á liðnu tímabili. Það er allavega staðreyndin ef horft er á hvers virði félagsins er fjárhagslega.

Á mánudag féllu hlutabréf í enska knattspyrnufélaginu Man United harkalega, þau hafa aldrei verið lægri síðan félagið var sett á hlutabréfamarkað. Heildarvirði félagsins féll um 1,3 milljarð punda eða rúmlega 206 milljarða íslenskra króna.

Í október síðastliðnum náði félagið hámarki sínu í kauphöllinn þökk sé fínni byrjun á tímabilinu og endurkomu Cristiano Ronaldo á Old Trafford. Jók það verulega virði félagsins en sú gleði entist ekki lengi. Síðan þá hafa hlutabréf félagsins fallið um 47 prósent.

Slæm fjárhagsstaða félagsins gæti haft áhrif á kaup og sölur leikmanna en Man United hefur ekki enn gert sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum á meðan samkeppnisaðilar þeirra versla mann og annan.

Skuldir félagsins hafa að sama skapi hækkað um 11,8 prósent frá því á sama tíma á síðasta ári og nema nú 495,7 milljónir punda eða tæplega 79 milljörðum íslenskra króna.

Það stöðvar þó ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskylduna, að greiða sér út arð í næstu viku líkt og vani er tvisvar á ári. Fjölskyldumeðlimirnir eru sex talsins og fá vanalega tæplega 11 milljónir punda í sinn hlut. 

Það gerir 22 milljónir punda á ári sem hægt væri að nýta í uppbyggingu félagsins á einn eða annan hátt.


Tengdar fréttir

Man. Utd gerði Eriksen tilboð

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gert Dananum Christian Eriksen tilboð í von um að fá þennan þrítuga miðjumann frítt til félagsins í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×