Kauphöllin

Fjárfestar gætu fengið miklar vaxtatekjur af Sýn vegna sölu á stofnneti
Líklega mun Sýn greiða „mjög hraustlega“ arðgreiðslu í vor, ef ekki fyrr, eftir sölu á stofnneti. Fjárfestar gætu fengið tugi prósenta í vaxtatekjur miðað við núverandi markaðsvirði, segir í verðmati Jakobsson Capital sem metur hlutabréfaverð Sýnar 67 prósentum yfir markaðsvirði.

Amaroq Minerals mætt á aðalmarkað í Kauphöllinni
Auðlindafélagið Amaroq Minerals verður í dag skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland, eftir að hafa áður verið skráð á First North vaxtarmarkaðnum.

Metur Icelandair langt yfir markaðsgengi þótt aðstæður hafi versnað
IFS mælir enn með kaupum í Icelandair í nýju verðmati sem birt var eftir að flugfélagið lækkaði afkomuspá sína í ljósi hækkandi eldsneytisverðs. Fáir innlendir hlutabréfasjóðir eru með hlutfallslega mikið af eignum sínum bundnum í bréfum flugfélagsins.

Metur Amaroq á 36 milljarða og segir félagið vera í „einstakri stöðu“
Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024.

Sér kauptækifæri í Símanum þrátt fyrir ellefu prósenta lækkun á verðmati
Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt á Símanum um ellefu prósent eftir uppgjör annars ársfjórðungs en telur engu að síður að fjarskiptafélagið sé verulega undirverðlagt.

Hluthafar Eikar heimila samrunasamning við Reiti
Hluthafar Eikar fasteignafélags hafa samþykkt að stjórn félagsins sé heimilt að gera samrunasamning við Reiti fasteignafélag. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Rautt í Kauphöllinni
Dagurinn var að mestu rauður í Kauphöllinni í dag, þar sem virði flestra hlutafélaga lækkaði. Icelandair tók mesta dýfu en OMXI10 úrvalsvísitalan lækkaði um 0,85 prósent.

Afkomuviðvörun Icelandair kom ekki á óvart eftir mikla hækkun á olíuverði
Ekki átti að koma á óvart að afkomuspá Icelandair yrði færði niður í ljósi þess hve mikið olíuverð hefur hækkað að undanförnu. Það er enn útlit fyrir mikla eftirspurn eftir flugi, segir hlutabréfagreinandi IFS í samtali við Innherja, en markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um þriðjung á tveimur mánuðum.

Nýtt yfirtökutilboð Regins í Eik er „skref í rétta átt“, segir stærsti hluthafinn
Nýtt yfirtökutilboð Regins í Eik er „skref í rétta átt“, segir forsvarsmaður Brimgarða, stærsta hluthafa Eikar. Verðbréfafyrirtæki sem unnu fyrir Eik telja að hluthafar fasteignafélagsins eigi að fá stærri hlut í sameinuðu félagi en Reginn bauð í morgun.

Kvika ræðst í hagræðingu og segir upp á annan tug starfsmanna
Innan við einum mánuði eftir innkomu Ármanns Þorvaldssonar sem nýs bankastjóra Kviku hefur bankinn ráðist í uppsagnir þvert á svið samstæðunnar. Stöðugildum innan bankans var þannig fækkað um liðlega fjögur prósent í aðgerðum dagsins í dag sé tekið mið af heildarstarfsmannafjölda félagsins, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Afturkippur í verðlagningu hlutabréfa
Eftir að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar var byrjuð að vera betur verðlögð miðað við hagnað þeirra félaga sem standa að baki henni, borið saman við ávöxtunarkröfu ríkisbréfa, þá hefur hún tekið afturkipp á síðustu tveimur mánuðum.

Bóksal tapaði 1,6 milljarði eftir að hafa selt stöður sínar í hlutabréfum
Fjárfestingafélagið Bóksal, sem var um skeið umsvifamikið á innlendum hlutabréfamarkaði, losaði um nær allar stöður sínar í skráðum félögum á liðnu ári samhliða því að greiða upp um fimm milljarða króna skuld við lánastofnanir. Félagið, sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur, tapaði tæplega 1,6 milljarði króna á árinu 2022.

IFS lækkar verðmat Marels um tíu prósent en mælir með að halda bréfunum
IFS greining lækkaði verðmat sitt á Marel um tíu prósent frá fyrra mati og ráðleggur fjárfestum að halda hlutabréfum fyrirtækisins. Rekstur félagsins á öðrum ársfjórðungi hélt áfram að valda vonbrigðum. Helsti vandi Marels er kostnaðarstjórnun, segir í greiningu.

„Við eigum talsvert af tekjum inni,“ segir forstjóri Kaldalóns
Kaldalón mun ekki afla nýs hlutafjár samhliða skráningu á Aðallista Kauphallarinnar miðað við markaðsvirði félagsins í dag. „Það er alveg skýrt. Það mun þó ráðast af markaðsaðstæðum á þeim tíma sem félagið færir sig yfir hvort sótt verður nýtt hlutafé og hve mikið,“ segir forstjóri fasteignafélagsins.

Samþætting Mørenot „mun vinnast hraðar en við bjuggumst við“
Það „mun vinnast hraðar en við bjuggumst við“ að samþætta rekstur Hampiðjunnar við norska félagið Mørenot, segir forstjóri Hampiðjunnar.

Akta tapar 50 milljónum samtímis því að eignir í stýringu minnka um fimmtung
Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið með tæplega 50 milljóna króna tapi á fyrri árshelmingi en eignir í stýringu minnkuðu um liðlega fimmtung samhliða erfiðum aðstæðum á mörkuðum og áframahaldandi innlausnum fjárfesta í helstu fjárfestingasjóðum í rekstri fyrirtækisins. Kaup Akta sjóða á eigin bréfum á tímabilinu verðmeta félagið á liðlega einn og hálfan milljarð króna.

Áhætta Solid Clouds „snarminnkað“ frá síðasta hlutafjárútboði
Við ætlum að nýta hlutafé sem unnið er að safna til að skrúfa frá krananum þegar kemur að markaðsstarfi, segir forstjóri tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds.

Eimskip getur ekki skorið „endalaust niður“ en þarf að kaupa losunarheimildir
Árið 2026 mun Eimskip þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir 12,7 milljónir evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna. „Miklar hagræðingaraðgerðir hafa átt sér stað hjá Eimskip undanfarin ár en ekki er hægt að skera endalaust niður,“ segir í verðmati.

Greinandi gagnrýnir Íslandsbanka fyrir lélega upplýsingagjöf við sekt FME
Hlutabréfagreinandi gagnrýnir Íslandsbanka fyrir að hafa ekki upplýst markaðinn fyrr hve alvarlegum augum Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) leit brot bankans í tengslum við sölu á eigin bréfum. Þá hefði Jakobsson Capital lagt aukið álag á ávöxtunarkröfu Íslandsbanka – sem stuðlar að lægra verðmati – við upphaf árs.

Sameinað félag Regins og Eikar gæti greitt 5 til 6 milljarða í arð
Sameinað fasteignafélag Regins og Eikar ætti að geta greitt 5 til 6 milljarða króna í arð á ári eða 6,3-7,6 prósent af markaðsvirði, sagði forstjóri Regins og benti á að um væri að ræða breytingu á uppleggi varðandi samrunann. Arðgreiðslurnar væru verðtryggðar því leigusamningar væru að stofni til verðtryggðir.

Alvotech með nýja umsókn til FDA um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta lyf
Verulegur samdráttur varð í sölutekjum Alvotech á öðrum fjórðungi ársins, sem námu um sjö milljónum Bandaríkjadala, borið saman við tekjur fyrsta ársfjórðungs en íslenska líftæknilyfjafélagið hætti meðal annars samstarfi sínu við STADA á tímabilinu. Alvotech hefur skilað inn endurnýjaðri umsókn til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) um markaðsleyfi fyrir sitt stærsta hliðstæðulyf sem það væntir að verði komið á markað vestanhafs í ársbyrjun 2024.

Forstjóri Kviku mun ekki hafa frumkvæði að sameiningu við stóran banka
Nýr bankastjóri Kviku hefur ekki hug á því að endurvekja samrunaviðræður við Íslandsbanka og telur að sameining við einn af stóru bönkunum myndi kalla á yfirtökuálag fyrir hluthafa Kviku miðað við núverandi markaðsgengi eigi það að vera raunhæfur kostur, segir hann í viðtali við Innherja. Bankinn mun í framhaldinu jafnframt ekki eiga frumkvæði að því að skoða viðræður við Arion eða VÍS en forstjóri Kviku segist vilja fara í öfluga samkeppni við stóru viðskiptabankanna.

Sameina svið hjá Icelandair
Leiðakerfis-og sölusvið og þjónustu-og markaðssvið flugfélagsins Icelandair verða sameinuðu í eitt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Hagnaður Sýnar á fyrri hluta árs eykst
Rekstrarhagnaður Sýnar hf nam 1.002 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 39 prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 574 milljónir króna samanborið við 322 milljónir á fyrra ári.

Sjóvá dregið úr vægi skráðra hlutabréfa um fjórðung á árinu
Eftir að hafa selt skráð hlutabréf fyrir á fjórða milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins hefur vægi þeirra ekki verið minna sem hlutfall af eignasafni Sjóvá um árabil. Tryggingafélagið bætti við sig í Arion fyrir nærri hálfan milljarð á öðrum fjórðungi samhliða því að það seldi fyrir sambærilega upphæð í Íslandsbanka.

Fjárfestar stækkuðu við sig í hlutabréfasjóðum í fyrsta sinn um langt skeið
Eftir viðvarandi útflæði úr innlendum hlutabréfasjóðum í nærri eitt ár varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar meira en einn milljarður króna flæddi inn í slíka sjóði samhliða verðhækkunum í félaga Kauphöllinni. Ekkert lát var hins vegar á sama tíma á áframaldandi innlausnum fjárfesta í skuldabréfa- og blönduðum sjóðum.

Félagasamstæða Bláa lónsins endurskipulögð og stefnt á markað
Á fundi hluthafa í Bláa lóninu hf. í dag var samþykkt að stofna sérstakt eignarhaldsfélag utan um samstæðu félagsins. Nýja eignarhaldsfélagið mun bera nafnið Bláa Lónið hf. og er stefnt að skráningu félagsins á markað vorið 2024.

Gengi Brims fellur um fimm prósent eftir svartsýnan tón í yfirlýsingu forstjórans
Forstjóri og aðaleigandi Brims segir að félagið þurfi að vera „vel vakandi“ í rekstrinum en framundan séu tímar sem kalli á aðgát og aukið aðhald. Eftir metafkomu í fyrra helmingaðist rekstrarhagnaður Brims á öðrum ársfjórðungi sem litaðist einkum af minni botnfisksölu og ýmsum kostnaðarhækkunum.

Arnarlax boðar skráningu í Kauphöllina síðar á árinu
Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða.

Rekstrarhagnaður Marels verður sá lægsti í átta ár
Rekstur Marels verður ekki „sérlega glæsilegur“ í ár. Það stefnir í að rekstrarhagnaður fyrirtækisins verði sá lægsti síðan árið 2015. Verðmat Jakobsson Capital á Marel lækkaði aftur í kjölfar uppgjörs annars fjórðungs, nú um átta prósentum í evrum talið.