Fótbolti

Man.Utd fylgist grannt með stöðu mála hjá Lewandowski

Hjörvar Ólafsson skrifar
Robert Lewandowski vill fara frá Bayern München í sumar. 
Robert Lewandowski vill fara frá Bayern München í sumar.  Vísir/Getty

Forráðamenn Manchester United eru startholunum að gera tilboð í Robert Lewandowski takist Börsungum ekki að klófesta pólska framherjann. 

Lewandowski er staðráðinn í að yfirgefa herbúðir Bayern München í sumar en samningur hans við félagið rennur út að loknu næsta keppnistímabili. 

Talið er að fyrsti kostur hjá Lewandowski sé að ganga í raðir Barcelona. 

Enskir fjölmiðlar greina hins vegar frá því að Manchester United hafi einnig augastað á markaskoraranum og muni einnig falast eftir kröftum hans. 

Erik ten Hag tók nýverið við stjórnartaumunum hjá Manchester United en fjölmiðlar í Bretlandi eru á því að það sé forgangsatriði hjá hollenska knattspyrnustjóranum að styrkja miðsvæðið hjá liðinu. 

Þannig er Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, sterklega orðaður við Manchester United þessa dagana. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.