Enski boltinn

Vonast til að Ron­aldo hafi sömu á­hrif og Tom Brady

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Cristiano Ronaldo á æfingu með portúgalska landsliðinu.
Cristiano Ronaldo á æfingu með portúgalska landsliðinu. Gualter Fatia/Getty Images

Glazer-fjölskyldan, eigendur Manchester United og Tampa Bay Buccaneers, vonast til að innkoma Cristiano Ronaldo til Man United hafi sömu áhrif á innkoma Tom Brady hafði hjá Buccaneers.

Fyrir þau sem ekki vita eru Buccaneers ríkjandi meistarar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Lið sem hefur lítið getað undanfarin ár sótti hinn aldna – en sigursæla – Tom Brady til að stýra sóknarleik liðsins og viti menn, leikstjórnandi stýrði liðinu til sigurs. Þeirra fyrsti sigur í NFL-deildinni í 18 ár.

Nú hefur Glazer-fjölskyldan aftur leitað í reynslu ofurstjörnu til að reyna koma liði sínum á þann stall sem það á heima. Þá hjálpar til við að innkoma beggja aðila stóreykur áhuga á liðinu um heim allan.

Mögulega er það ástæðan fyrir því að Ronaldo verður launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Vonast er til að Ronaldo geti fært Man Utd fyrsta Englandsmeistaratitilinn í átta ár.

Manchester United hafði mögulega á að fjárfesta í Ronaldo fyrr í félagaskiptaglugganum en Glazer-fjölskyldan var ekki tilbúin að leggja út þá upphæð sem þurfti þar sem félagið var nú þegar að eyða tæpum 120 milljónum punda í þá Jadon Sancho frá Borussia Dortmund og Raphaël Varane frá Real Madríd.

Á endanum gátu forráðamenn Man United ekki setið hjá og horft á Manchester City daðra við Ronaldo. Glazer-fjölskyldan ákvað að semja við Portúgalann í þeirri von að hann hafi sömu áhrif og Tom Brady gerði hjá Tampa Bay.

Brady var fenginn inn til að gera liðið betra en einnig til að kenna ungum leikmönnum hvernig á að vinna. Tampa Bay ætti því að njóta góðs af veru Brady löngu eftir að hann hætti og það sama má mögulega segja um Ronaldo hjá Man United. Það er allavega von Glazer-fjölskyldunnar og stuðningsfólks félaganna líka. 

The Telegraph Sport greindi frá.


Tengdar fréttir

Leikmenn United himinlifandi með tíðindin

Leikmenn Manchester United hafa tekið vel á móti nýjum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo. Einhverjir gleðjast yfir endurkynnum á meðan aðrir trúa vart tíðindunum.

Gefur öllum aukna von

Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, og fyrrum leikmaður Manchester United, kveðst himinlifandi með skipti portúgölsku stjörnunnar Cristiano Ronaldo til félagsins. Ronaldo spilaði áður en með Neville hjá félaginu en snýr nú aftur eftir 13 ára fjarveru.

Man City boðið að kaupa Ron­aldo

Það virðist sem tími Cristinao Ronaldo hjá Juventus sé á enda. Félagið hefur áhuga á að losa þennan magnaða leikmann af launaskrá sinni og Ronaldo sjálfur virðist vera hugsa sér til hreyfings þó hann segi það ekki opinberlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×