Ekki viss um að hann hefði sótt Ronaldo ef það hefði staðið til boða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 17:45 Svo vildi Pep aldrei frá Ronaldo eftir allt saman. EPA-EFE/Dave Thompson Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, er ekki viss um að hann hefði sótt Cristiano Ronaldo hefði portúgalski framherjinn ekki samið við sitt fyrrum félag Manchester United. Eins og alþjóð veit þá mun Cristiano Ronaldo klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik þegar landsleikjahléinu – sem er nýhafið – lýkur eftir tæplega tvær vikur. Portúgalinn varð að ofurstjörnu á Old Trafford fyrir fjölmörgum árum og er nú snúinn aftur á „heimaslóðir“ ef svo má að orði komast. Eftir að Ronaldo gaf það út að hann vildi fara frá Juventus leit reyndar lengi vel út fyrir að hann væri á leið til Manchester City. Forráðamenn Man United stigu hins vegar inn í og þá – eins og hendi væri veifað – var Portúgalinn á leiðinni aftur á Old Trafford. Nú virðist reyndar sem Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sjá Ronaldo í ljósblárri treyju félagsins. Aðspurður hvort hann hefði fjárfest í leikmanninum hefði Man Utd ekki gert það var svar Spánverjans nokkuð skýrt þó hann hafi verið lengi að koma því frá sér. „Errr … ég held ekki.“ Guardiola was asked if #mcfc would have signed Ronaldo if #mufc hadn't come in for him. With a gigantic pause between the start and the end of his response, he said: "Errrr............................................................................I don't think so."— Simon Bajkowski (@spbajko) August 29, 2021 Reikna má með því að Cristiano Ronaldo sjáist aftur í rauðri treyju Man Utd þann 11. september þegar Newcastle United heimsækir Old Trafford. Liðið er sem stendur í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig líkt og West Ham United, Chelsea, Liverpool og Everton. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Eins og alþjóð veit þá mun Cristiano Ronaldo klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik þegar landsleikjahléinu – sem er nýhafið – lýkur eftir tæplega tvær vikur. Portúgalinn varð að ofurstjörnu á Old Trafford fyrir fjölmörgum árum og er nú snúinn aftur á „heimaslóðir“ ef svo má að orði komast. Eftir að Ronaldo gaf það út að hann vildi fara frá Juventus leit reyndar lengi vel út fyrir að hann væri á leið til Manchester City. Forráðamenn Man United stigu hins vegar inn í og þá – eins og hendi væri veifað – var Portúgalinn á leiðinni aftur á Old Trafford. Nú virðist reyndar sem Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sjá Ronaldo í ljósblárri treyju félagsins. Aðspurður hvort hann hefði fjárfest í leikmanninum hefði Man Utd ekki gert það var svar Spánverjans nokkuð skýrt þó hann hafi verið lengi að koma því frá sér. „Errr … ég held ekki.“ Guardiola was asked if #mcfc would have signed Ronaldo if #mufc hadn't come in for him. With a gigantic pause between the start and the end of his response, he said: "Errrr............................................................................I don't think so."— Simon Bajkowski (@spbajko) August 29, 2021 Reikna má með því að Cristiano Ronaldo sjáist aftur í rauðri treyju Man Utd þann 11. september þegar Newcastle United heimsækir Old Trafford. Liðið er sem stendur í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig líkt og West Ham United, Chelsea, Liverpool og Everton.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira