Enski boltinn

Ekki viss um að hann hefði sótt Ron­aldo ef það hefði staðið til boða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Svo vildi Pep aldrei frá Ronaldo eftir allt saman.
Svo vildi Pep aldrei frá Ronaldo eftir allt saman. EPA-EFE/Dave Thompson

Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, er ekki viss um að hann hefði sótt Cristiano Ronaldo hefði portúgalski framherjinn ekki samið við sitt fyrrum félag Manchester United.

Eins og alþjóð veit þá mun Cristiano Ronaldo klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik þegar landsleikjahléinu – sem er nýhafið – lýkur eftir tæplega tvær vikur. Portúgalinn varð að ofurstjörnu á Old Trafford fyrir fjölmörgum árum og er nú snúinn aftur á „heimaslóðir“ ef svo má að orði komast.

Eftir að Ronaldo gaf það út að hann vildi fara frá Juventus leit reyndar lengi vel út fyrir að hann væri á leið til Manchester City. Forráðamenn Man United stigu hins vegar inn í og þá – eins og hendi væri veifað – var Portúgalinn á leiðinni aftur á Old Trafford.

Nú virðist reyndar sem Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sjá Ronaldo í ljósblárri treyju félagsins. Aðspurður hvort hann hefði fjárfest í leikmanninum hefði Man Utd ekki gert það var svar Spánverjans nokkuð skýrt þó hann hafi verið lengi að koma því frá sér.

„Errr … ég held ekki.“

Reikna má með því að Cristiano Ronaldo sjáist aftur í rauðri treyju Man Utd þann 11. september þegar Newcastle United heimsækir Old Trafford. Liðið er sem stendur í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig líkt og West Ham United, Chelsea, Liverpool og Everton.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.