Enski boltinn

Leikmenn United himinlifandi með tíðindin

Valur Páll Eiríksson skrifar
Raphael Varane og Cristiano Ronaldo munu sameina krafta sína á ný.
Raphael Varane og Cristiano Ronaldo munu sameina krafta sína á ný. eroen Meuwsen/Soccrates/Getty Images

Leikmenn Manchester United hafa tekið vel á móti nýjum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo. Einhverjir gleðjast yfir endurkynnum á meðan aðrir trúa vart tíðindunum.

Manchester United sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að félagið hefði náð samkomulagi við Juventus um kaup á Cristiano Ronaldo. Eftir eigi að ganga frá samningsmálum við Ronaldo og læknisskoðun og ættu skiptin að vera endanlega frágengin áður en langt er um liðið.

Frakkinn Raphael Varane, sem kom til Manchester United í sumar frá Real Madrid, birti myndir af sér með Ronaldo á samfélagsmiðlinum Twitter í dag en þeir félagar léku saman í spænsku höfuðborginni frá 2011 til 2018.

David De Gea virðist vart trúa því að Ronaldo sé á leið til liðsins og þá virðist Marcus Rashford ánægður með að fá Ronaldo „heim“ en Rashford hefur talað um að Ronaldo sé átrúnaðargoð sitt.

Að neðan má sjá viðbrögð fjölmargra leikmanna United
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.