Fullyrða að Ronaldo sé launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 16:02 Ronaldo á EM í sumar. Alex Livesey/Getty Images Það er meira an aðeins nostalgía eða sú þrá að koma Manchester United aftur í hóp bestu liða Evrópu sem dró Cristiano Ronaldo „heim“ til Manchester, heim á Old Trafford. Portúgalinn fær einnig ágætlega borgað fyrir að spila með félaginu. Síðustu dagar hafa verið einkar áhugaverðir þegar horft er til Manchester-borgar í Englandi. Ofurstjarnan Cristiano Ronaldo virtist um stund vera á leið frá Juventus til Manchester City en ákvað svo að skrifa undir hjá sínu gamla félagi, Manchester United. Stuðningsfólk Man United virtist vart vita hvert það ætlaði er fréttirnar bárust enda Ronaldo enn goðsögn hjá félaginu. Hann var aðalmaðurinn bakvið það að liðið vann Meistaradeild Evrópu árið 2008 og komst í úrslit ári síðar. Ronaldo er nú snúinn aftur á Old Trafford en ástæðurnar eru margar. Hann er vissulega aðdáandi félagsins, langar að koma því aftur á toppinn en hann fær einnig ágætlega vel borgað fyrir þjónustu sína. Raunar er það svoleiðis að Ronaldo er launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt heimildum Telegraph Sport. Talið er að hinn 36 ára gamli Ronaldo fái meira en 560 þúsund pund á viku fyrir að spila með Manchester United. Það er upphæðin sem Alexis Sanchez fékk á sínum tíma hjá félaginu. Forráðamenn Man Utd vonast þó til að Ronaldo standi sig betur en Sanchez sem stóð engan veginn undir væntingum. Raphaël Varane, samherji Ronaldo hjá Man Utd, var um stutta stund launahæstur með 400 þúsund pund á viku en Ronaldo hefur skotið honum ref fyrir rass. Hvorugur þeirra er þó nálægt Lionel Messi í launum en hann fær slétta milljón punda á viku fyrir að spila með París Saint-Germain. Cristiano Ronaldo has completed his medical as new Manchester United player in Portugal. The contract has been signed. Deal until June 2023. Visa process started. #MUFCHis salary could change depending on the many add-ons included in the contract with Man Utd. #Ronaldo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2021 Ronaldo skrifaði undir tveggja ára samning við Manchester United með möguleika á ári til viðbótar að því loknu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort hann sé peninganna virði. Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið einkar áhugaverðir þegar horft er til Manchester-borgar í Englandi. Ofurstjarnan Cristiano Ronaldo virtist um stund vera á leið frá Juventus til Manchester City en ákvað svo að skrifa undir hjá sínu gamla félagi, Manchester United. Stuðningsfólk Man United virtist vart vita hvert það ætlaði er fréttirnar bárust enda Ronaldo enn goðsögn hjá félaginu. Hann var aðalmaðurinn bakvið það að liðið vann Meistaradeild Evrópu árið 2008 og komst í úrslit ári síðar. Ronaldo er nú snúinn aftur á Old Trafford en ástæðurnar eru margar. Hann er vissulega aðdáandi félagsins, langar að koma því aftur á toppinn en hann fær einnig ágætlega vel borgað fyrir þjónustu sína. Raunar er það svoleiðis að Ronaldo er launahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt heimildum Telegraph Sport. Talið er að hinn 36 ára gamli Ronaldo fái meira en 560 þúsund pund á viku fyrir að spila með Manchester United. Það er upphæðin sem Alexis Sanchez fékk á sínum tíma hjá félaginu. Forráðamenn Man Utd vonast þó til að Ronaldo standi sig betur en Sanchez sem stóð engan veginn undir væntingum. Raphaël Varane, samherji Ronaldo hjá Man Utd, var um stutta stund launahæstur með 400 þúsund pund á viku en Ronaldo hefur skotið honum ref fyrir rass. Hvorugur þeirra er þó nálægt Lionel Messi í launum en hann fær slétta milljón punda á viku fyrir að spila með París Saint-Germain. Cristiano Ronaldo has completed his medical as new Manchester United player in Portugal. The contract has been signed. Deal until June 2023. Visa process started. #MUFCHis salary could change depending on the many add-ons included in the contract with Man Utd. #Ronaldo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2021 Ronaldo skrifaði undir tveggja ára samning við Manchester United með möguleika á ári til viðbótar að því loknu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort hann sé peninganna virði.
Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjá meira