Enski boltinn

Hitað upp fyrir mánudagsleikinn í Guttagarði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sextándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu lýkur í kvöld með viðureign Everton og QPR í Guttagarði í Liverpool. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Everton tapaði, 1-0, gegn Englandsmeisturum Manchester City í síðustu umferð þar sem Yaya Toure skoraði eina markið úr umdeildri vítaspyrnu. QPR vann aftur á móti sterkan sigur á nýliðum Burnley og er í 18. sætinu fyrir leikinn í kvöld.

Everton verður án Gareths Barry sem fékk sitt fimmta gula spjald í tapinu gegn City, en QPR getur ekki teflt fram markahróknum Charlie Austin sem fékk að líta rauða spjaldið gegn Burnley.

Í spilaranum hér að ofan má sjá stutta upphitun fyrir leikinn frá ensku úrvalsdeildinni og hér að neðan má sjá nokkrar af fréttum helgarinnar úr enska boltanum.


Tengdar fréttir

Mögnuð frammistaða De Gea | Myndband

Spænski markvörðurinn David De Gea átti stórkostlegan leik þegar Manchester United vann 3-0 sigur á Liverpool á Old Trafford í dag.

Eiður sneri aftur | Myndband

Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium.

Spánverjinn lokaði búrinu

David de Gea átti frábæran leik í marki Manchester United þegar liðið vann Liverpool 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Spánverjinn hefur þaggað niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni á tímabilinu.

Van Persie: Ég á nóg eftir

Robin van Persie, leikmaður Manchester United og hollenska landsliðsins, neitar því að ferill hans sé niðurleið og segist vera í góðu formi þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×