Enski boltinn

Afmælisbarnið skoraði tvö í öruggum sigri Arsenal | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oliver Giroud fagnar marki sínu.
Oliver Giroud fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Arsenal vann öruggan sigur á Newcastle United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 4-1 fyrir Arsenal sem er með 26 stig í 6. sæti deildarinnar. Newcastle eru sæti neðar með 23 stig.

Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan.

Arsenal var mun sterkari aðilinn í leiknum og sótti af miklum krafti strax frá byrjun.

Oliver Giroud skoraði fyrsta markið eftir stundarfjórðungsleik með fallegum skalla eftir fyrirgjöf Alexis Sanchez frá hægri. Nokkrum mínútum áður hafði Per Mertesacker skallað í slá eftir hornspyrnu.

Danny Welbeck var nálægt því að bæta við marki  eftir hálftíma, en skaut framhjá í fínu færi.

Skömmu síðar varði Wojciech Szczesny tvisvar frábærlega frá Mike Williamsson og Papiss Cisse eftir aukaspyrnu frá Jack Colback.

Staðan var 1-0 í leikhléi, en Santi Cazorla tvöfaldaði forystuna með frábæru marki á 54. mínútu eftir sendingu frá Sanchez.

Fjórum mínútum seinna skoraði Giroud annað mark sitt og þriðja mark Arsenal með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Hectors Bellerin.

Ayoze Perez minnkaði muninn á 63. mínútu eftir aukaspyrnu Jacks Colback, en lengra komst Newcastle ekki.

Cazorla skoraði svo sitt annað mark á 88. mínútu, úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Welbeck innan teigs. Aldeilis góður leikur hjá Cazorla sem fagnaði þrítugsafmæli sínu í dag.

Fyrstu fjögur mörk leiksins Santi Cazorla, 4-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×